Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2011 | 10:00

Hver er kylfingurinn Michael Thompson?

Michael Thompson er nú með 1 höggs forystu á McGladreys mótinu sem fram fer á Sea Island í Georgíu, á 1 högg á nýliðann Billy Horschel og 2 högg á þá Webb Simpson og Trevor Immelman frá Suður-Afríku.  Það verður gaman að sjá hvort einhver þessara 4 sendur uppi sem sigurvegari í kvöld.

Michael fæddist 16. apríl 1985 og er því 26 ára.  Hann var í University High School í Tucson, Arizona á árunum 1999-2003.  Meðan hann var þar vann hann Class 4A state team championship árið 2003, og var valinn  kylfingur ársins meðal menntskælinga árin 2002 og 2003.  Michael var síðan í Tulane háskóla í Louisiana tvö keppnistimabil, allt þar til golflið skólans var leyst upp vegna hvirfilbylsins Katrinu. Thompson skipti því um skóla og spilaði með golfliði Alabama háskóla þar sem hann var valinn kylfingur ársins 2008.

Thompson var í úrslitum árið 2007 í US Amateur, en tapaði fyrir Colt Knost 2&1. Þetta varð þó til þess að hann fékk þátttökurétt á Masters og US Open 2008. Thompson komst ekki í gegnum niðurskurð á Masters en var lægstur af áhugamönnunum á Opna bandaríska í Torrey Pines, var á +9 yfir pari samtals 292 höggum og í 29. sæti (sem er besti árangur hans á risamóti til þesa)  Vikuna á eftir var honum boðið að spila á Travelers Championship þar sem hann náði niðurskurði á 3 undir pari, samtals 277 höggum og varð T-58.

Atvinnumannsferill

Thompson var 1 viku nr. 1 á heimslista áhugamanna áður en hann gerðist atvinnumaður í júlí 2008.  Thompson byrjaði á því að spila á Hooters Tour og var valinn kylfingur ársins 2010 á Hooters Tour. Í Q-school 2010 varð Thompson T-16 og fékk því kortið sitt á PGA þetta keppnistímabil. Thompson varð í 4. sæti á Travelers Championship, sem er besti árangur hans á PGA til þessa.

Einkalífið

Thompson er kvæntur Rachel Thompson, sem er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun og útskrifuð frá Emory háskóla. Hún var kaddý Thompson þegar hann sigraði eitt sinn á Hooters. Þau kynntust í Tulane háskóla.

Heimild: Wikipedia