Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 07:10

The Masters 2012: Peter Hanson í forystu fyrir lokahring Mastersmótsins

Það er Svíinn Peter Hanson, sem er í forystu fyrir lokahring The Masters. Hanson var á lægsta skorinu í gær, á 3. hring The Masters, 65 höggum. Hanson fékk 8 fugla og 1 skolla á 1. braut.  Hanson er búinn að spila á samtals -9 undir pari, samtals 207 höggum (68 74 65).

Á hæla Hanson er Phil Mickelson, aðeins 1 höggi á eftir. Mickelson fékk 4 fugla (m.a. einn á 15. braut!) og einn örn!!! og það á þeirri þriðju af „Amen Corner“ (Azalea), Alparósarbrautinni. Samtals er Mickelson búinn að spila á samtals -8 undir pari, samtals 208 höggum (74 68 66).

Í 3. sæti er Louis Oosthuizen, á samtals -7 undir pari; í 4. sæti er Bubba Watson, á samtals -6 undir pari og í 5. sæti er Matt Kuchar á samtals -5 undir pari.

Fjórir kylfingar deila síðan 6. sætinu á samtals -4 undir pari: Lee Westwood, Pádraig Harrington, Henrik Stenson og Hunter Mahan.  Það er síðan Skotinn Paul Lawrie, á samtals -3 undir pari, sem er einn í 10. sæti.

Það verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á The Masters á lokahringnum í kvöld!

Til að sjá stöðuna eftir 3. dag The Masters smellið HÉR: