Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 09:25

Púttin eru enn að há Lee Westwood og… kosta hann enn eitt risamótið!

Talað var um að Lee Westwood gæti ekki komist nógu fljótt frá Georgíu.

Hins vegar komst Lee hvorki lönd né strönd því 10.45pm flug hans frá  Atlanta til Manchester var frestað vegna „tæknilegra vandkvæða“ og Lee var enn á flugvellinum kl. 5:30am í gærmorgun. „Þetta hefir verið langur dagur,“ sagði hann. Og það var hann svo sannarlega. Aðeins 12 klst. fyrr kom hann í hús á 68 höggum og var þetta í 7. skiptið sem hann var meðal 3 efstu í 15 síðustu risamótum, sem hann hefir tekið þátt í. Svo mörg „næstum því“ tilvik væru næg til að æra óstöðugan, en Westy var sko ekki á því að fara einhverja Sergio Garcia leið („ég vinn aldrei risamót“ væl). Í tilviki Westy þá er hann að hugsa um að sleppa orðinu „aldrei“ í síðustu setningu!

Auðvitað munu efasemdarmenn hringsnúa augunum í sér með mun meiri fyrirsjáanleika en hann (Westy) fær boltann sinn til að rúlla… [á flötunum!]  En ákveðni hans verður ekki hnekkt. Og ólíkt Garcia þá veit Westwood nákvæmlega hvað er að hjá sér.  Það er andsk…. stutta „spýtan“ sem „ber hann“ án miskunnar.

„Þau (púttin) eru veikleiki leiks mína og þau kosta mig (sigur) á risamótum,“ sagði Westwood. „Ég vinn hörðum höndum í púttunum mínum, en ég virðist ekki geta snúið þessu við. En þegar það gerist veit ég að ég mun sigra. Það mun verða.“

Og þetta eru ekki innantóm orð sbr. og umboðsmann Westy, Chubby Chandler sem lét hafa eftir sér:

„Ég hef aldrei séð hann í betra skapi eftir að vera nálægt því að sigra risamót.  Ég hélt að hann myndi verða vonsvikinn en hann sagði „ég spilaði vel.“ Reyndar frá teig að flöt er þetta líklega það besta sem hann hefir gert í risamóti. Hann verður bara að hanga inni þarna, þar til hann nær að pútta vel og þá mun hann ekki aðeins sigra risamót heldur nokkrur risamót. Ég held að þegar hann loks vinnur risamót, muni annað fylgja í kjölfarið fljótt. Lee fór héðan með meiri trú á sér en nokkru sinni.“

Kaddý Lee, Billy Foster tekur undir orð Chubby, og segir vinnuveitanda sinn „óstöðvandi.“

„Lee er að slá betur en nokkur alla vikuna, en pútterinn brást honum illilega. Hann var ótrúlega flottur þarna úti, þar sem aldrei dró af honum og hann hélt áfram að slá að flaggi eins og sást á seinni 9, þar sem hann var hreint frábær.  Hann mun sigra á risamóti mjög fljótlega. Hann er óstöðvandi, vegna þess að hann er svo mikill afburða kylfingur í augnablikinu. Allt sem hann þarfnast er svolítið sjálfstraust með pútterinn, það er allt og sumt. Lítið bara á tölfræðina frá the Mastes. Hann er með flesta fugla allra, en síðustu 3 hringi setti hann varla niður pútt. En hann mun ná þessu.“

Og tölfræðin talar sínu máli – Lee er með flestar flatir hittar á tilskyldum höggafjölda -58 af 72 – og enginn var með fleiri fugla á þessu Mastersmóti (20).  En með 128 pútt þá voru aðeins 3 kylfingar með fleiri pútt á flötum en Westwood og enginn þeirra var meðal topp-40. Það er ótrúlegt að hann var með 21 pútti meira en Phil Mickelson, en var á sama heildarskori og Bandaríkjamaðurinn (Lefty). En það verður alltaf að líta á það jákvæða. T.d. náði Westy  að setja niður 1/2 metra pútt á 3. flöt lokahringsins!

Öll athygli beinist nú að púttþjálfara Lee, Phil Kenyon sérstaklega eftir að Chubby sagði: „Ég veit ekki hvað hann hefir verið að gera – ég held að hann skipti engu máli,“  En í The Indipendent segir að Westy sé mjög sáttur við þær framfarir sem hann hefir tekið undir handleiðslu Kenyon s.l. 6 mánuði, en hann kallar Kenyon „The Gerbil“. Pabbi Westy, John, hefir líka verið að gefa syni sínum púttráð, a.m.k. sást til þeirra á púttflöt seint á laugardagskvöldið fyrir lokahringinn á the Masters.

Lee komst að lokum heim til Worksop seint s.l. kvöld og mun verja nokkrum dögum heima áður en hann heldur til Jakarta þar sem hann mun hefja titilvörn sína í Indonesian Open.  Hann hefir  síðan 1 viku áður en hann heldur aftur yfir Atlantshafið, en hann ætlar að spila á  Quail Hollow Championship og The Players. Eftir þátttöku í bæði BMW PGA Championship og the Scandinavian Masters þá mun hann reyna að vera búinn að koma púttunum í lag fyrir 2. risamót ársins: US Open. Chandler er aðeins einn margra sem telur að Olympic Club í San Francisco muni henta Lee. „Ég hef alltaf talið að Opna bandríska eða Opna breska henti honum best,“ sagði Chubby. „Og The Olympic Club er einmitt hans tebolli.“  […]

Að lokum: Lokastaðan á The Masters:

278 B Watson 69 71 70 68, L Oosthuizen (SA) 68 72 69 69 (Watson vann á 2. holu umspils).

280 L Westwood (GB) 67 73 72 68, M Kuchar 71 70 70 69, P Hanson (Swe) 68 74 65 73, P Mickelson 74 68 66 72.

283 I Poulter (GB) 72 72 70 69. 284 J Rose (GB) 72 72 72 68, A Scott( Aus) 75 70 73 66, P Harrington (Ire) 71 73 68 72.

285 J Furyk 70 73 72 70.

286 K Na 71 75 72 68, G McDowell (GB) 75 72 71 68, S Garcia (Sp) 72 68 75 71.

Heimild: Belfast Telegraph