Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2012 | 11:30

Tinna spilar á Dinard Ladies Open

Tinna Jóhannsdóttir, GK, mun spila á móti, Dinard Ladies Open, sem er hluti af LET Access mótaröðinni 12.-14. apríl n.k.  Mótið fer fram í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi.

LET Access er góður undirbúningur fyrir Evrópumótaröð kvenna (ens.: Ladies European Tour, skammst. LET) og oft stökkpallur inn á LET.

Tinna tók s.l. haust þátt í úrtökumóti fyrir LET og komst inn á lokaúrtökumótið á La Manga. Hún vann sér inn spilarétt á LET Access og mun spila þar keppnistímabilið 2012.