Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 10:00

Wie styður Lexi: „Hún hefir hæfileikana til þess að keppa sem atvinnumaður”

Nýjasta viðbót LPGA, Lexi Thompson hefir það sem þarf til þess að keppa meðal atvinnumanna, sagði fyrrverandi táningsundrið Michelle Wie fyrr í dag (mánudaginn 17. október 2011).

Hin 16 ára Lexi mun verða yngsti keppandinn á túrnum á næsta ári og Wie, sem gerðist atvinnumaður í golfi stuttu eftir 16 ára afmæli sitt 2005, sem vakti gífurlegt fjölmiðlafár og flóðbylgju styrkja, styður við bakið á henni (Lexi).

(Michelle) Wie, nú 22 ára, viðurkenndi að erfitt hefði verið að takast á við breytingarnar frá því að koma úr tiltölulega afsöppuðu áhugamannaumhverfi, en staðhæfði að Lexi myndi takast á við þær á skilvirkan máta.

„Ég hugsa að það verði í lagi með hana,” sagði Wie við AP. „Þetta hefir í för með sér mikla pressu en ég held að maður verði að setja allt í rétt samhengi og halda áfram að vinna og reyna að hlusta ekki á hvað annað fólk segir.”

„Maður sveiflast upp og niður og í sumum tilvikum veldur maður sumu fólki vonbrigðum. En þetta er manns eigið líf og maður verður að njóta þess og vinna að því að njóta þess.”

Wie sagði að hún hefði mikið álit á frammistöðu Lexi á LPGA Navistar Classic í Alabama þar sem hinn 1,81 metra hái táningur (Lexi) vann með 5 högga mun, þátttakendur, sem töldu 45 af topp-50 kylfingum á peningalista LPGA.

„Ég held að hún sé svo sannarlega með leikinn,” sagði Wie. „Mér finnst svo sannarlega að hún eigi það skilið að keppa þarna úti með okkur.”

Heimild: sports.yahoo.com