Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2012 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 6. sæti á ACC Women´s Golf Championship eftir 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar Wake Forest taka þátt í ACC Women´s Golf Championship í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum.

Á 2. degi mótsins sem fram fór í dag spilaði Ólafía á +6 yfir pari, 78 höggum, og færðist við það niður um 4 sæti frá því í gær þegar hún deildi 2. sætinu með þeim Lindy Duncan og Stacy Kim  í Duke. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á +5 yfir pari, samtals 148 höggum (70 78). Ólafía deilir nú 6. sætinu með 2 öðrum Jessicu Negron frá Flórída State og liðsfélaga sínum, frænku Tiger, Cheyenne Woods, sem átti  góðan hring upp á 72 högg í dag og er því líka á +5 yfir pari, 148 höggum (76 72).

Lið Wake Forest deilir nú 4. sæti með liði Virginíu-háskóla.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring ACC Women´s Golf Championship smellið HÉR: