Evróputúrinn: Louis Oosthuizen sigraði á Maybank Malaysian Open
Það virðist koma eins og smá sárabót eftir að tapa umspilinu við Bubba Watson á the Masters, eftir að hafa fengið þennan líka glæsilega, sögulega albatross (einungs þann 4. í sögu mótsins) að sigra strax vikuna á eftir í Maybank Malaysian Open, en það gerði Louis Oosthuizen í nótt. Flaug hálfan hringinn kringum hnöttinn og vann mótið þrátt fyrir flugþreytu og frestanir vegna úrhellisrigningar og allt!
Oosthuizen spilaði hringina 4 í mótinu á -17 undir pari, samtals 271 höggi (66 68 69 68) og átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Skotann Stephen Gallacher.
Í 3. sæti varð Gran Kanarí-eyingurinn Rafael Cabrera Bello á samtals -12 undir pari en 3. sætinu deildi hann með Bretanum Danny Willett og Bandríkjamanninum David Lipsky.
Í 6. sæti á -11 undir pari, samtals 277 höggum (64 75 70 68) varð Charl Schwartzel.
Í 7. sæti urðu 5 kylfingar þ.á.m. nr. 7 á heimslistanum, Þjóðverjinn Martin Kaymer, allir á samtals -9 undir pari, samtals 279 höggum, hver. (Hinir voru Matteo Manassero, Hennie Otto og Frakkinn Romain Wattel).
Fyrir sigurinn hlaut Oosthuizen € 314.700,- (u.þ.b. 53 milljónir íslenskra króna).
Til þess að sjá úrslitin á Maybank Malaysian Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024