Carly Booth sigraði á Dinard Ladies Open
Dinard Ladies Open mótið sem Tinna Jóhannsdóttir, GK, tók þátt í, í Frakklandi lauk í gær með sigri hinnar skosku Carly Booth. Þetta er fyrsti sigur Carly á ferli sínum sem atvinnumanns og hann vannst eftir umspil við frönsku stúlkuna Marion Ricordeau, sem búin var að leiða allt mótið. Carly hefir greinilega liðið vel á Dinard linksaranum, sem er 2. elsti golfvöllur Frakklands og hannaður er af einum þekktari af skoskum golfvallarhönnuðum, Tom Dunn. Sjá kynningu Golf 1 á honum hér Thomas Dunn 1 og Thomas Dunn 2
Carly þrípúttaði á 18 flöt á 3. hring golfvallar Dinard Golf Club og því voru þær Marion jafnar eftir 54 holur, en mótið var 3 hringja. Hún fékk síðan fugl á 18. holu sem spiluð var aftur í umspili og vann mótið.
Carly Booth sagði að loknum sigrinum: „Ef ég hefði fengið par á 18. á 54. holu hefði ég sigrað, það tókst ekki en ég sigraði nú samt (í umspilinu)! Auðvitað er ég ánægð en ég held að það hafi tekið smá tíma að átta mig á þessu. Ég hef verið að slá vel í nokkra mánuði og það er gaman að sjá afraksturinn.“
Næsta mót LET Access Series verður haldið í Zaragoza á Spáni í GC La Peñaza, dagana 19.-21. apríl og tekur Tinna Jóhannsdóttir þátt í því móti.
Til þess að sjá úrslitin í Dinard Ladies Open smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024