Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 18:45

Nýju stúlkurnar á LPGA (20. grein af 20) – Junthima Gulyanamitta

Það var Junthima (Numa) Gulyanamitta sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA 2011, sem fram fór á Legends og Champions golfvöllunum í Flórída, dagana 30. nóvember – 4. desember 2011.  Hún er því síðasti nýliðinn á LPGA, sem kynnt verður hér á Golf 1 að sinni.

Numa Gulyanamitta sigurvegari Q-school LPGA 2011.

Numa Gulyanamitta er thaílensk. Hún fæddist 12. nóvember 1988 og er því 23 ára. Foreldrar hennar eru Jumnuan og Rugee Gulyanamitta og hún á 3 systur Russamee, Thirapan og Jaruwan. Numa er frá Muang Rayong í Thaílandi.

Numa byrjaði að spila golf  7 ára. Meðal áhugamála hennar eru að elda, að baka að hlusta á tónlist, að spila á píanó að spila körfubolta og synda.  Það sem hún hefir mest gaman fyrir utan golf er  að baka.

Numa var í Rayongwittayakhom menntaskólanum í Thaílandi og spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með Purdue University, þar sem hún sigraði á Big Ten Conference Championship, og var valin Big Ten leikmaður ársins 2011 og eins var hún íþróttamaður ársins 2011 hjá Purdue. Hún lagði sitt á vorgarskálarnar til þess að  Purdue ynni NCAA Women’s Golf Championship árið 2010. Árið 2011 útskrifaðist Numa frá  Purdue með gráðu í flugrekstri.

Um afrek Numu í bandaríska háskólagolfinu sjá HÉR:  

Numa gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift 2011 og strax í fyrstu tilraun komst hún á LPGA og spilar þar nú sitt fyrsta keppnistímabil sem nýliði.