Kylfingar 19. aldar: Nr. 3 Allan Robertson – fyrri hluti –
Allan Robertson, (f. 11. september 1815 – d. 1. september 1859), er almennt álitinn vera fyrsti atvinnukylfingurinn. Hann fæddist í St. Andrews á Skotlandi, í „vöggu golfíþróttarinnar.”
Um miðbik 19. aldar var golf aðallega spilað af velstæðum herramönnum, þar sem handsmíðaðar kylfur og boltar voru dýr. Atvinnumenn í golfíþróttinni drógu fram lífið á veðmálum, með því að kaddýast og smíða kylfur og bolta og kenna golf. Allan Robertson var frægastur af þessum fyrstu atvinnumönnum golfíþróttarinnar – reyndar álitinn sá fyrsti. Hefðin segir að enginn hafi borið sigurorð af Allan Robertson sem einstaklingi, þegar hann veðjaði um að hafa sigur í golfkeppni. Hann lagði stundum minna á sig en hann hafði hæfileika til til þess að auka líkurnar, sem hann gaf andstæðingum sínum. Almennt er álitið að Allan Robertson hafi verið besti kylfingurinn 1843 og þar til hann lést (1859), jafnvel eftir tilkomu Park og Morris fjölskyldnanna. Allan vann Willie Dunn Sr. frá Musselburgh, sem almennt var viðurkenndur sem topp kylfingurinn í miklu „áskorendamóti” (Challenge Match) 1843; þeir tveir spiluðu 20 hringi á 10 dögum og stóð Allan uppi sem sigurvegari.
Allan Robertson var sá fyrsti til að ná skori undir 80 á Old Course á St. Andrews, sem hann gerði ári áður en hann dó, með gutty boltanum.
Robertson var helsti kylfu- og boltasmiður síns tíma og flutti út vörur sínar um allan heim. Þetta voru ábatasöm viðskipti, sem sífellt jukust. Viðskiptaveldinu var komið á fót af afa Allans, sem síðan fékk föður Allans viðskiptin og að lokum erfði Allan þau sjálfur. Í dag er Robertson golfbolti með upprunalegum stimpli Allans rándýr og hefir mikið söfnunargildi meðal golfmunasafnara.
Old Tom Morris vann hjá Allan Robertson frá áriu 1835, frá þeim tíma sem hann var 14 ára, sem nemi og sagt er að enginn hafi sigrað þá, þegar þeir spiluðu sem lið. Old Tom Morris sigraði Allan Robertson í fyrsta sinn í vináttuleik þeirra á milli 1843 og vann jakka, en þeir tveir spiluðu almennt ekki milli sín með eitthvað undir.
Allan Robertson var viðkenndur besti kylfingur síns tíma og að þess tíma sið gat hann neitað að taka áskorunum. Hann sagði að hann vildi Old Tom Morris sem spilafélaga sinn; Old Tom Morris var því í einkennilegri stöðu með að byggja upp orðspor sitt sem kylfings, þar sem hann vann fyrir Allan; en Allan rak Old Tom Morris að lokum þar sem hann sá hann spila með nýja gutty boltanum; en Allan var helsti framleiðandi fjaðurfylltra leðurbolta. En í mörg ár áður en þetta gerðist voru Robertson og Morris lið, sem efnaðist á að spila saman. Hin unga stjarna Musselburgh, Willie Park eldri, þá 20 ára, vann Old Tom Morris á Old Course 1853 og gaf síðan út áskorun á Allan Robertson, sem Robertson tók ekki. Áskorendamót (ens. Challenge matches) venjulega bökkuð upp/styrkt af aðalsmönnum og efnuðum viðskiptajöfrum voru helsta keppnisform þess tíma (og peningar lagðir undir).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024