Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2012 | 07:00

PGA: Matt Every í forystu á Valero Texas Open – hápunktar og högg 1. dags

Bandaríkjamaðurinn Matt Every leiðir eftir 1. dag Valero Texas Open. Hann kom inn í nótt á glæsilegum 63 höggum þ.e. -9 undir pari; spilaði skollafrítt og fékk 9 fugla, 4 á fyrri 9 og 5 á seinni.

Matt á 3 högg á þann sem næstur kemur en það er landi hans Hunter Haas. Í 3. sæti er svo enn einn Bandaríkjamaðurinn, Ben Curtis á -5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Valero Texas Open smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1 dags á Valero Texas Open smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á Valero Texas Open, sem Jordan Spieth átti, smellið HÉR: