Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 17 – Golf El Puerto de Santa Maria
Þessi fallegi og skemmtilegi golfvöllur, sem margir Costa Ballenafarar kannast við er hannaður af einum fremsta golfvallarhönnuði Spánverja, Manuel Piñero. Hann er 18 holu, par 72. Völlurinn er staðsettur í nágrannabæ Rota, El Puerto de Santa Maria, í Cádiz, þar sem finnast einhverjar bestu strendur Cádiz s.s. margir geta eflaust borið vitni um. Dæmi slíkrar strandar er Valdelagrana.
Golfvöllurinn er fremur flatur og hentar samt kylfingum af öllum getustigum. Það sem mér er einna minnisstæðast eftir að hafa spilað hann er að á einum stað þarf að fara yfir umferðargötu til þess að komast á næsta teig. Margskonar hindranir eru á vellinum og reynir á mismunandi högggetu kylfingsins og notkun flestra kylfa í pokanum. Hindranirnar eru einkum há tré, en ekki sérlega mikið af vötnum eða sandglompum, a.m.k. reynast þau ekki sérlega erfið. Í minningunni er þetta mjúkur, vinalegur völlur, með bylgjandi brautum, sem var léttur undir fótinn og gaman að spila!
Komast má á heimasíðu golfklúbbsins HÉR:
Upplýsingar:
Heimilisfang: Golf El Puerto, Ctra. Snalúcar, km 1, El Puerto de Santa Maria, 11500 Cádiz
Sími: + 34 956 8765411
Fax: + 34 956 854 866
Tölvupóstfang: reservas@golfelpuerto.com – info@golfelpuerto.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024