Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State. Mynd: heimasíða Nicholls State
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2012 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór á 74 höggum! Fór upp um 14 sæti á Southland Conference Championship

Kristján Þór Einarsson, GK, er svo sannarlega að spila vel á Southland Conference Championship í Mc Kinney, Texas.  Hann er ásamt golfliði Nicholls State að spila á SCC, þar sem þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum.

Í gær voru Kristján Þór og Andri Þór Björnsson, GR, báðir á 77 höggum. Í dag bætti Kristján Þór sig um 3 högg, spilaði á 74 höggum en Andri Þór á 79 höggum. Pétur Freyr Pétursson, GR, er að spila veikur og er í neðsta sæti.

Samtals er Kristján Þór búinn að spila á +7 yfir pari, 151 höggi (77 74) og er T-14, þ.e. fór upp um 14 sæti, en hann var í 28. sæti í gær. Í dag fékk Kristján Þór 4 skolla og 2 fugla.

Andri Þór er búinn að spila á +12 yfir pari, 156 höggum (77 79) og er T-29. Hann var með 1 skramba, 7 skolla og 2 fugla á skorkortinu í dag.

Lið Nicholls State er í 9. sæti af háskólaliðunum, eins og í gær.

Golf 1 óskar þeim Kristjáni Þór, Andra Þór  og Pétri Frey og Nicholls State góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring á Southland Coference Championship, smellið HÉR: