Viðtalið: Björg Traustadóttir, GÓ
Viðtalið í kvöld er við sigurvegara dagsins í golfinu, Björgu Traustadóttur, GÓ, en hún vann 1. flokk í Lancôme Open 2012 kvennamótinu á Hellu, sem fram fór í dag. Björg er jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar, 2011. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn: Björg Traustadóttir
Klúbbur: Golfklúbbur Ólafsfjarðar.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á FSA á Akureyri, 29 maí 1965.
Hvar ertu alin upp? Á Ólafsfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður? Ég er gift og við eigum stelpu fædda 1987 og tvíbura, þ.e. stráka fædda 1995.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég man eftir mér fara með kylfur á bakinu 10-12 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Ég veit það ekki. Ég hef alltaf haft gaman af öllum íþróttum.
Hvað starfar þú? Ég starfa við Menntaskólann í Fjallabyggð.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Golfvöllur Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Skeggjabrekkuvöllur, auðvitað.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur erlendis? Islantilla.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Það er erfitt að svara þessu. Grafarholtið og Korpan hjá GR, Garðavöllur, GL og Hamarsvöllur GB eru æði. Ég hef nú ekki spilað á mörgum völlum á landinu, en mér fundust þessir sérstakir.
Hvað ertu með í forgjöf? 13,1
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 37 högg á 9 holum og það var á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði, þar sem parið er 33.
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég veit það ekki alveg, en ætli það sé ekki um 200 metra.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég spila nú bara golf að því að það er gaman.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Það er ýmislegt – stundum nammi, harðfiskur, hnetur og rúsínur.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var mikið á svigskíðum, gönguskíðum og fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmaturinn minn er gæs; uppáhaldsdrykkirnir eru vatn, sódavatn og svo er bjórinn ansi góður; ég er alæta á tónlist og á margar uppáhaldskvikmyndir. Uppáhaldsbókin er sú sem ég er nýbúin með, en það er Glerkastalinn eftir Jeannette Walls.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn, nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? KVK: Sigga Freyju og KK: Rory Mcllroy
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, ég hef farið til Heiðar Davíðs.
Ertu hjátrúarfull? Nei, ég held ekki.
Hvert er meginmarkmiðið í golfinu og í lífinu? Í golfinu vil ég verða aðeins betri og lækka forgjöfina mína og í lífinu er það að vera jákvæð og hafa gaman.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og hversu goður félagsskapurinn er.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan? Ping G15 dræver, Big Bertha hálfviti, Titleist 60%, jarnasettið er Ping Rapture og svo er ég með Odyssey White Hot pútter. Uppáhaldskylfan mín er Callaway hálfvitinn.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum) hjá þér ? Ég veit það ekki – pæli mjög sjaldan í því, reyni samt að gera mitt besta.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Já, ekki láta skapið eyðileggja golfið fyrir sér og meðspilaranum.
Spurning frá fyrri kylfing, sem var í viðtali hjá Golf1 (Halldóri X Halldórssyni, GKB): Stressastu upp þegar þú spilar við betri kylfing?
Svar Bjargar: Já, ég er nú ekki frá því að ég geri það stundum.
Getur þú komið með spurningu fyrir næsta kylfing?
Spurning Bjargar: Hefir þú spilað Skeggjabrekkuvöll á Ólafsfirði?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024