LPGA: Stacy Lewis sigraði á Mobile Bay LPGA Classic
Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem sigraði á Mobile Bay LPGA Classic mótinu. Stacy spilaði á – 17 undir pari, samtals 271 höggi (68 67 67 69) og átti 1 högg á Lexi Thompson, sem átti frábæran lokahring upp á -7 undir pari.
Lexi spilaði skollafrítt, fékk 7 fugla og spilaði því hringina fjóra á samtals -16 undir pari, 272 höggum (70 71 66 65). Telja verður næsta víst að slakt gengi á fyrstu 2 dögum hafi orðið til þess að Lexi fagnaði ekki 2. sigri sínum á LPGA.
Í 3. sæti varð Karine Icher frá Frakklandi, á -15 undir pari, 273 höggum (72 65 66 66) og eins og með Lexi má segja að 1. hringurinn hafi eyðilagt sigurinn fyrir Icher.
Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar sem allar voru á -12 undir pari hver, þ.á.m. bandaríska stúlkan Brittany Lincicome og sú spænska Azahara Muñoz.
Natalie Gulbis, sem lítið hefir sést ofarlega á skortöflum LPGA móta varð síðan í 9. sæti, ásamt þeim Hee Young Park frá Kóreu og Lindsay Wright frá Ástralíu, allar á -11 undir pari eða 6 höggum á eftir Stacy Lewis, sigurvegara mótsins.
Loks mætti geta að hópur 5 stúlkna deildi 12. sætinu á samtals -10 undir pari hver, þ.á.m. Suzann Pettersen og Caroline Hedwall.
Til þess að sjá úrslitin á Mobile Bay LPGA Classic smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024