Enn um krókódílinn sem beit í hnéð á 75 ára kylfingi
Í gær voru golffréttamiðlar uppfullir af sögunni af kylfingnum 75 ára sem lifði af árás 3 metra langs krókódíls í síðustu viku í Lake Ashton Golf and Country Club, í Flórída. Kylfingurinn, öðru nafni Albert Miller, hafði sett boltann sinn út í vatn við 15. braut og var að leita að honum þegar krókódíllinn geystist allt í einu upp úr vatninu og beit hann í vinstra hnéð.
Eftir nokkur átök dró krókódíllinn hr. Miller ofan í vatnið, en sleppti taki sínu allt í einu, kannski vegna mótspyrnunnar sem hann mætti af vinum Millers, sem héldu dauðahaldi í hann.
Krókódílaárásir verða einmitt með þessum hætti sem í tiviki Miller: Krókódíllinn læsir skoltinum í einhvern útlim fórnarlambsins, sem lamast af sársauka, en deyr sjaldnast af þeim völdum. Krókódílar reyna síðan að draga fórnarlömb sín undir vatnsborðið og drekkja þeim, áður en átveislan hefst.
Sauma þurfti 40 spor í hné Albert Millers. Eftir þessa sársaukafullu lífsreynslu á hann að hafa sagt:
„Hann sleppti mér. Ég var meter frá dauða mínum. Hann var búinn að kaffæra mig yfir beltisstað í vatnið. Þetta var kraftaverkið mitt þennan mánuðinn.“
Nú eru sumir að reyna að finna nýjan flöt á sögunni og verða hvumsa við síðustu orð Albert Miller. Kraftaverkið hans þennan mánuðinn? Hvert var þá kraftaverkið hans í síðasta mánuði? Kannski það að lifa það af að hlusta á tónlist John Daly?
Að öllu gamni slepptu þá má sjá hér mjög ítarlega umfjöllun um atvikið: KRÓKÓDÍLAÆVINTÝRI
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024