Á annað þúsund Íslendinga spila í golfmótum eða eiga skráðan rástíma í dag
Eftirfarandi mót eru í boði í dag, þar af 4 opin:
05.05.12 | GF | Vorhreinsun GF | Greensome | 1 | Almennt | |
05.05.12 | GOS | Vallaropnun GOS | Punktakeppni | 1 | Innanfélagsmót | |
05.05.12 | GÍ | Opnunarmót | Almennt | 1 | Almennt | |
05.05.12 | GVS | Afmælismót | Punktakeppni | 1 | Almennt | |
05.05.12 | GG | Opna Veiðafæraþjónustan – Texas Scramble | Texas scramble | 1 | Almennt | |
05.05.12 | NK | Hreinsunarmót | Annað – sjá lýsingu | 1 | Innanfélagsmót |
30 kylfingar eru skráðir í Vallaropnun GOS, sem er innanfélagsmót. Tungudalsvöllur þeirra Ísfirðinga opnar í dag og það sama er að segja um Selsvöll að Flúðum, en þar fer fram vorhreinsun vallarins og mót með greensome fyrirkomulagi.
Á Kálfatjarnarvelli fer fram afmælismót GVS og eru 53 skráðir í mótið.
Golfklúbbur Grindavíkur heldur Texas Scramble mót og er styrktaraðili Opna Veiðifæraþjónustan og höfðu 39 lið skráð sig í mótið eða alls 78 kylfingar.
Loks fer fram hreinsunarmót hjá Nesklúbbnum, en mótið er innanfélagsmót.
Ljóst er því að á 3. hundrað kyfinga sem spila á mótum í dag.
Allir helstu vellir höfuðborgarsvæðisins hafa opnað og þar sem sólin skín og sumarið er komið eru margir kylfingar að prófa „völlinn sinn“ í fyrsta sinn eftir mikið og erfitt golfleysi í vetur. Þannig eru t.a.m. 235 kylfingar sem eru að spila í Grafarholtinu í dag og 223, sem eru að spila á Korpunni.
Á Hvaleyrinni eru 174 kylfingar sem ætla að spila og á Leirdalsvelli 218. Á Urriðavelli eiga 178 kylfingar skráðan rástíma og á Hlíðarvelli uppi í Mosfellsbænum 121 kylfingur.
Ef ofangreint er lagt saman kemur út að um 1449 kylfingar taka þátt í móti eða spila á einum af stærstu golfvöllum landsins í dag eða á 2. þúsund Íslendingar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024