Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2012 | 16:30

GVS: Úrslit úr afmælismóti GVS – myndasería – Rögnvaldur sigraði glæsilega á 69 höggum!

Það var kylfingurinn snjalli, Rögnvaldur Magnússon, úr Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO), sem sigraði glæsilega á Afmælismóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS).  Rögnvaldur spilaði Kálfatjarnarvöll á -3 undir pari, 69 höggum og var bæði á besta skorinu og sigraði í punktakeppninni, en Rögnvaldur hlaut 40 punkta.  Til marks um hversu miklir yfirburðir Rögnvaldar voru þá munaði 10 höggum á honum og næsta manni í höggleiknum og 4 punktum á honum og þeim sem næstur honum var í punktunum.  Fyrir 1. sætið hlaut Rögnvaldur kr. 30.000,- úttekt í Fjarðarkaupum.

Af konunum stóð sig best Þorbjörg Jónína Harðardóttir, GK, í höggleiknum var á 86 höggum en klúbbmeistari GVS 2011, Petrún Björg Jónsdóttir, stóð sig best hvað punktana snerti var á 30 punktum.

Það var einstaklega fallegt gluggaveður, sólin skein en það var fremur kalt og nokkur vindur.

Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: AFMÆLISMÓT GVS – 5. MAÍ 2012

Helstu úrslit urðu þessi:

Höggleikur án forgjafar: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur
1 Rögnvaldur Magnússon GBO 1 F 35 34 69 -3 69 69 -3
2 Grímur Þórisson 1 F 39 40 79 7 79 79 7
3 Reynir Ámundason GVS 8 F 40 42 82 10 82 82 10
4 Jón Ingi Jóhannesson GK 5 F 41 42 83 11 83 83 11
5 Þorbjörg Jónína Harðardóttir GK 6 F 43 43 86 14 86 86 14
6 Gunnar Þór Ármannsson GK 10 F 46 41 87 15 87 87 15
7 Jón Ingi Baldvinsson GVS 16 F 45 43 88 16 88 88 16
8 Sigurður Gunnar Ragnarsson GVS 9 F 44 44 88 16 88 88 16
9 Hjörleifur Larsen Guðfinnsson GK 7 F 44 44 88 16 88 88 16
10 Snorri Jónas Snorrason GVS 9 F 47 42 89 17 89 89 17

 

Punktakeppni með forgjöf:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +2
1 Rögnvaldur Magnússon GBO 1 F 20 20 40 40 40
2 Jón Ingi Baldvinsson GVS 16 F 17 19 36 36 36
3 Baldvin Vigfússon GOB 24 F 20 16 36 36 36
4 Jörundur Guðmundsson GVS 16 F 14 21 35 35 35
5 Reynir Ámundason GVS 8 F 18 16 34 34 34
6 Arnar Daníel Jónsson GVS 22 F 14 18 32 32 32
7 Gunnar Þór Ármannsson GK 10 F 13 18 31 31 31
8 Taechol Óskar Kim GKG 24 F 14 17 31 31 31
9 Fernando Jorge Pinto De Sousa GOB 18 F 14 17 31 31 31
10 Kristján Valtýr K Hjelm GVS 16 F 15 16 31 31 31
11 Pétur Bergvin Friðriksson GVS 12 F 16 14 30 30 30
12 Jón Ingi Jóhannesson GK 5 F 16 14 30 30 30
13 Grímur Þórisson 1 F 16 14 30 30 30
14 Petrún Björg Jónsdóttir GVS 11 F 18 12 30 30 30