Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2012 | 15:00

Nicklaus, Palmer og Player unnu Houston Greats of Golf Challenge í gær

Golfgoðsagnirnar þrjár Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player sýndu enga miskunn þegar þeir sigruðu Houston Greats of Golf Challenge með tveimur höggum í gær, en mótið var 2 hringja og fór fram á keppnisvelli The Woodlands Country Club, í Texas.

Lee Trevino, Dave Stockton, Gene Littler, Miller Barber, David Graham og Don January kepptu við þá  í 3 manna scramble leikfyrirkomulagi. p

Aðeins Gary Player og Lee Trevino viðurkenndu að þeir spiluðu enn mikið golf.

Gary Player sem þekktur er fyrir að hafa alla tíð stundað mikla líkamsrækt sýndi að hann er 76 ára í frábæru formi. Teighögg hans voru bein og löng og eins neitaði hann að vera í golfbíl, þrátt fyrir mikinn raka og hita í Texas heldur gekk allar 18 holurnar.

Sagt var að Arnold Palmer, sem sýndi einkennissveiflu sína, sem hann er svo frægur fyrir, hefði slegið boltann svo fast, þannig að það var eins og hvert högg væri hans síðasta.

Nicklaus kom síðan með húmorinn í hollið og var að stríða félögum sínum (Player og Palmer) góðlátlega allan daginn. „Já þetta er ekki slæmt chipp. Þegar þú loks lærir að slá beint verður allt í lagi með þig,“ sagði Nicklaus t.d. við Player snemma á hringnum.

Þegar Palmer var að setja niður 30 cm pútt minnti Jack hann á að hann yrði að bíða eftir að hinir púttuðu og spurði síðan „kónginn“ (uppnefni Gary Player) hvort hann héldi að púttið myndi detta?

Það var Arnold Palmer sem hló best, þegar hann setti niður 5 metra fuglapútt á erfiðu 18. holunni og fór heim með kristalinn.

„Okkur langaði bara einfaldlega ekkert að vera í 2. sæti“ sagði Gary Player að lokum 🙂

Heimild: Golfweek