Frægir kylfingar: Eva Longoria
Það er orðið nokkuð langt síðan að Golf1 hafi birt grein í greinaröðinni „Frægir kylfingar“ og skal hér bætt úr. Nýjasti golfáhugamaðurinn meðal Hollywood stjarnanna er leikkonan Eva Longoria.
Flestir kannast við bandarísku leikkonuna Evu Longoria, sem leikið hefir aðþrengdu eiginkonuna Gabrielle Solis í samnefndum sjónvarpsþáttum. Eva hefir leikið Gabrielle í 8 ár og er nú að hætta…. en hefir fundið sér nýtt áhugamál þar sem golfið er.
En hver er þessi litla leikkona (Eva er aðeins 1,55 m)? Eva heitir fullu nafni Eva Jacqueline Longoria og fæddist í Corpus Christi í Texas 15. mars 1975 og er því 37 ára.
Fyrir utan „Aðþrengdar eiginkonur“ sem hún er e.t.v. þekktust fyrir hefir hún leikið í kvikmyndum á borð við Harsh Times (2005), The Sentinel (2006) og Over Her Dead Body (2008).
Kvikmyndir sem koma út í ár og Eva leikur í eru: The Bayton Disco og Long Time Gone.
Eva hefir verið tvígift: Fyrri eiginmaður hennar var sápuóperustjarnan Tyler Christopher sem leikur í General Hospital (þáttum sem hafa verið í gangi heila eilífð í Bandaríkjunum). Honum var Eva gift 2002-2004. Seinni eiginmaður Evu var öllu þekktari en það er körfuboltakappinn franski Tony Parker, en þau voru gift 2007-2011. Frá febrúar -mars á þessu ári var Eva að deita Eduardo Cruz, yngri bróður Penelope Cruz, en ekkert virðist hafa orðið úr því sambandi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024