Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2012 | 20:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (9. grein af 21): Augustin Domingo, Mikael Lundberg og Julien Guerrier

Í kvöld verða 3 strákar kynntir sem deildu 20. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, í Girona á Spáni s.l. desember.  Allir hlutu þeir € 2.203 í verðlaunafé.    Þetta eru Spánverjinn Augustin Domingo, sem varð í 20. sæti (spilaði síðasta hring á 67 höggum); Svíinn Mikael Lundberg, sem varð í 21. sæti (spilaði síðasta hring á 70 höggum) og Frakkinn Julien Guerrier, sem búinn er að slá í gegn á nýliðaári sínu (hann hlaut 22. kortið, en spilaði síðasta hring á 71 höggi).

Byrjum á Julien Guerrier.

Julien Guerrier fæddist í Evreux, Frakklandi 1. júlí 1985 og er því 27 ára. Julien kemur úr fjölskyldu með ríkri hefð afreka á sviði ýmissa íþrótta. Afi hans var heimsmeistari í skylmingum; amma hans spilaði körfubolta með franska landsliðinu; pabbi hans spilaði fótbolta í 2. deildinni í Frakklandi.  Julien byrjaði í golfi í barnaskóla, en var í fyrstu í uppreisn gegn hefðum íþróttarinar þar til kennarinn hans – sem var seglbrettamaður – sýndi honum fram á að golf væri „cool“.

Hann var fljótt kominn í 0 í forgjöf og átti frábæran áhugamannaferil, vann m.a. Amateur Championship 2006.  Julien gerðist atvinnumaður eftir Masters árið 2007, en átti í erfiðleikum framan af.  Hann þakkar Alain Alberti, sem líka þjálfar Raphaël Jacquelin, það að allt snerist til betri vegar hjá honum. Julien varð í 72. sæti á stigalista Alps Tour áður en hann kom til Alberti, en sigraði 1 sinni og varð 7 sinnum meðal 10 efstu í síðustu 8 mótunum, sem hann tók þátt í, sem tryggði honum að hann komast „upp í 2. deild“ þ.e. á Áskorendamótaröðina (Challenge Tour) árið 2008. Hann komst nálægt því að sigra í 1. sinn á Áskorendamótaröðinni þ.e. á SK Golf Challenge, en tapaði í umspili.

Julien komst á Evróputúrinn eftir að hafa orðið í 16. sæti stigalista Áskorendamótaraðarinnar 2009 og bætti síðan stöðu sína í Q-school, en lauk 2010 keppnistímabilinu í 122. sæti Race to Dubai og spilaði því aftur á Áskorendamótaröðinni 2011. Hann varð því miður ekki meðal 20 efstu á Áskorendamótaröðinni 2011, en tók eins og áður segir 22. kortið í Q-school og spilar á Evrópumótaröðinni, keppnistímabilið 2012.

 

Svíinn Mikael Lundberg hlaut 21. kortið.

Mikael Lundberg

Mikael Lundberg fæddist í Helsingborg, Svíþjóð 13. ágúst 1973 og er því 38 ára.  Mikael gerðist atvinnumaður í golfi 1997.  Hann á 3 börn: Lukas (f. 2000); Ölvu (2002) og Charlie (2005).  Meðal áhugamála Mikaels eru íþróttir almennt.

Það var pabbi Mikael, Lars, sem er með 4 í forgjöf kynnti Mikael fyrir golfinu ungum að árum. Þegar Mikael var 17 ára var hann kominn með 0 í forgjöf. Hann spilaði í unglingalandsliði Svía 1988 og síðan karlalandsliði Svía ári síðar. Hann var fulltrúi Svíþjóðar í Eisenhower Trophy í París 1994. Eins var Mikael 1 ár í menntaskóla í Alabama á árunum 1993-1994, þar sem hann spilaði golf.

Ferill Mikaels hefir einkennst af ferðum í Q-school en þangað þurfti hann m.a. að fara árin 1996, 1997, 1998, 2004 og  2006 til þess að endurnýja kortið sitt með misjöfnum árangri. Hann hefir rokkað milli þess að spila á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) og Evrópumótaraðarinnar.

Mikael  hlaut fyrst kortið sitt á Evrópumótaröðina 2000 og hefir sigrað þar tvívegis þ.e. á Cadillac Russian Open 2005 á Le Meridien Moscow Country Club, sem Golf 1 hefir áður kynnt og má sjá kynninguna á golfvellinum HÉR:   og Inteco Russian Open Golf Championship 2008.  Alls á Mikael  6 sigra sem atvinnumaður.

 

Loks er hér kynning á Spánverjanum Augustin Domingo.

Augustin Domingo

Augustin Domingo fæddist 13. apríl 1981 og er því 30 ára. Augustin tók í fyrsta sinn þátt í Q-school 30 ára og komst í gegn, hlaut 20. kortið sem í boði var fyrir keppnistímabilið 2012.
Augustin lærði viðskiptafræði og stjórnsýslu í Barcelona og gerðist ekki atvinnumaður í golfi fyrr en hann var 23 ára.  Hann ávann sér ekki kortið á Áskorendamótaröðina fyrr en 2011. Hann varð fyrir vonbrigðum í lok keppnistímabilsins því hann varð ekki meðal 80 efstu til að endurnýja kortið sitt á Áskorendamótaröðinni, en tók þess í stað þátt í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina þar sem lokahringur hans var sérlega glæsilegur fékk m.a. örn og 2 fugla á síðustu 5 holunum.   Augustin er frændi Domingo Hospital, sem varð elsti nýliði í sögu Evrópumótaraðarinnar, þegar hann reyndi að hreppa kortið 34 ára, eftir að hafa komist í gegnum öll 3 stig Q-school árinu áður.   Hospital, frændi Augustin er líka háskólamenntaður og kláraði menntun sína áður en hann gerðist atvinnumaður.  Báðir frændurnir hafa sigrað á Sikiley; Augustin á Alps Tour og Hospital á Senior Tour.
Loks mætti geta þess að þar sem Augustin Domingo er frá bænum Sant, sem er nærri Catalunya þá er hann ákafur stuðningsmaður Barcelona FC.