Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 12:55

GN: Eysteinn Gunnarsson fór holu í höggi!

Þann 4 .maí 2012 fór Eysteinn Gunnarsson holu í höggi á 12.holu á Norðurvelli á El Rompido.

Eysteinn var í golfferðalagi á Spáni.   Hann er félagi í GN eða Golfklúbbi Norðfjarðar á Neskaupsstað.

Hér má sjá Eystein ásamt félögum sínum á El Rompido eftir höggið góða! Mynd: Í einkaeigu.

Tólfta brautin á El Rompido er par-3 og 106 metra af gulum teigum.

Golf 1 óskar Eysteini innilega til hamingju með draumahöggið!