Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:45

Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð í Kristianstad

Tinna Jóhannsdóttir, GK, tók þátt í  Kristianstad Åhus Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access Series. Þátttakendur í mótinu eru 120. Í dag var skorið niður og komst Tinna því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurðurinn miðaðist við þær sem voru í 30. sæti eða jafnar í því sæti. Skor var hátt og niðurskurður miðaðist í þetta sinn við +10 yfir pari.

Eftir 1. keppnisdag var Tinna T-39 þ.e. jöfn 9 öðrum í 39. sæti, en þá spilaði hún á  +4 yfir pari, 76 höggum. Í dag spilaði Tinna hins vegar á 83 höggum og lauk því keppni á því að spila á +15 yfir pari, var 5 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Í efsta sæti eftir 2. dag er franska stúlkan Melodie Bourdy (oft nefnd Birdie Bourdy), systir Grégory Bourdy, á sléttu pari (70 74).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Kristianstad Åhus Ladies Open smellið HÉR: