Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2012 | 22:59

PGA: Matt Kuchar sigurvegari The Players 2012

Það er bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem er sigurvegari The Players 2012. Hann spilaði hringina 4 á -13 undir pari samtals 275 höggum (68 68 69 70).

Öðru sætinu deildu 4 kylfingar: Skotinn Martin Laird og Bandaríkjamennirnir Zach Johnson, Rickie Fowler og Ben Curtis allir á -11 undir pari, 211 höggum hver.

Luke Donald átti frábæran hring upp á 66 högg og lyfti sér við það í 6. sætið.  Hann spilaði á -9 undir pari, (72 69 72 66).

Tiger Woods spilaði á +1 yfir pari í dag, 73 höggum og var samtals á -1 undir pari, samtals 287 höggum (74 68 72 73)

Til þess að sjá úrslitin á The Players 2012 smellið HÉR: