Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (10. grein af 21): Darren Fichardt og Adrien Bernadet
Hér verður fram haldið að kynna „nýju“ strákana á Evróputúrnum, sem hlutu kortið sitt á keppnistímabilið 2012 í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evróputúrsins.
Í kvöld verða kynntir þeir Adrienne Bernadet frá Frakklandi , sem varð í 19. sæti og Darren Fichardt frá Suður-Afríku.
Adrienne Bernadet er fæddur 27. nóvember 1984 í París og er því 27 ára. Foreldrar hans elskuðu að spila golf og því byrjaði Adrienne sjálfur 11 ára. Hann átti góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese Amateur Open Championship árið 2006 áður en hann gerðist atvinnumaður 2007. Hann spilaði á Áskorendamótaröðinni (ens.: Challenge Tour ) á árunum 2008 – 2011, besti árangurinn var á Allianz Open Côtes d’Amor – Bretagne þar sem hann varð í 3. sæti.
Hann komst á 1. stig lokaúrtökumóts Q-school Evrópumótaraðarinnar 2006, 2009 og 2010 án árangurs áður en honum tókst að krækja sér í 19. sætið s.l. desember og spilar því á Evrópumótaröðinni 2012.
Í dag býr hann í Versölum (Versailles) í Frakklandi. Áhugamál hans fyrir utan golfið eru íþróttir almennt, sérstaklega snóker og hann telur þjálfara sinn og pabba hafa haft mest áhrif á feril hans.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024