Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 19 – San Roque Club – myndasería
Það er orðið svolítið síðan að kynntir hafa verið golfvellir í Cádíz og í raun bara eftir að kynna 3 velli, en upphaflega var lagt upp með að kynna 21 golfvöll í Cádiz. Greinaflokkurinn hefir verið styttur hér á síðustu metrunum og verður fjallað um gamla og nýja golfvöll San Roque Club í einni og sömu greininni. Greinarnar um golfvellina í Cádíz verða því 20 og birtist lokagreinin um golfvöll, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur í Cádiz hér á næstunni. Í kvöld er það hins vegar San Roque.
San Roque klúbburinn er með þeim betri í Cádíz; ef ekki með þeim betri í heiminum. Það er hrein unun að spila hvorn völl klúbbsins sem er, þann nýja eða þann gamla. Báðir eru 18 holu. Gamli völlurinn er 6.494 metra; par-72 og stolt klúbbsins. Hann er eingöngu ætlaður til leiks fyrir félagsmenn en örfáir rástímar fást fyrir 160€ (u.þ.b. 25.000 íslenskar krónur hringurinn). Völlurinn liggur við fjallsrætur Sierra Bermeja, þar sem fjöllin fara fram í sjó. Völlurinn er hannaður af Dave Thomas og sandglompurnar endurhannaðar af Seve Ballesteros, en San Roque var í sérlegu uppáhaldi hjá spænsku golfgoðsögninni (Seve). M.a. heitir 4. teigur á Nýja vellinum í höfðuð á Seve vegna þess að staðurinn var í svo miklu uppáhaldi hjá Seve og ekki erfitt að sjá af hverju þegar maður tíar upp þar. Völlurinn bylgjast svo fallega niður af hæðinni sem maður stendur upp á og umhverfið og tilfinningin öll við að vera þarna er ólýsanleg. Þetta var um Nýja Völlinn. Svona rétt til að ljúka við þann Gamla þá er það eitt að segja um hann að hann þykir meðal þeirra albestu í Evrópu og er keppnisvöllur af hæstu gráðu. Hann hefir sérlega breiðar brautir og 3 vötn koma mikið við sögu, sérstaklega á 8., 11., 12 og 18. brautunum.
Nýi völlurinn er opnaði 2005 og þar hafði Seve hönd í bagga með allri hönnun og tók sérstaklega tillit náttúrlegs umhverfis og þess að skapa golfvöll þar sem reyndi á tækni. Völlurinn er 6497 metra aðeins lengri en sá gamli en líka par-72. Aðalhönnuður vallarins er Perry Dye og aðaleinkennið fegurð, fallegt útsýni. Þetta er stór völlur, með fallegum sandglompum og stórum flötum.
En myndir segja meira en mörg orð – sjá má myndaseríu hér: SAN ROQUE NEW COURSE
Að lokum er vert að taka fram að eigendur San Roque eru japanskir og er staðurinn e.t.v. jafn þekktur fyrir það að þar má fá eitt besta Sushi og þó víðar sé leitað!
Upplýsingar um San Roque:
Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að smella HÉR: (skoðið endilega myndir af hverri braut hvors vallar um sig)
Heimilisfang: Ctra. Nacional 340, km 127, San Roque, 11369 Cádiz.
Tölvupóstur: info@sanroqueclub.com
Sími: + 34 956 661 3030
Fax: +34 956 661 3012
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024