Afmæliskylfingur dagsins: Álvaro Velasco Roca – 15. maí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er spænski kylfingurinn Álvaro Velasco Roca. Álvaro er fæddur í Barcelona, 15. maí 1981 og er því 31 árs í dag. Hann komst í fréttirnar á fimmtudaginn s.l. vegna frábærs opnunarhrings upp á 64 högg á Madeira Islands Open, sem Portúgalinn Ricardo Santos vann síðan s.s. öllum er í fersku minni. En Alvaro Velasco reyndi svo sannarlega að krækja sér í fyrsta sigurinn á Evrópumótaröðinni á þessu móti og hann hefir verið svo nærri því að það hlýtur að fara að ganga upp eitthvert næstu móta.
Velasco var á golfstyrk í Coastal Carolina University þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business administration). Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2005 og komst á Evróputúrinn 2008. Velasco var meðal 100 efstu á stigalista Evrópumótaraðarinnar 2008 og spilaði því 2009 á Evróputúrnum en var ekki heppinn það ár og spilaði næsta keppnistímabil 2010 á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Þar vann hann tvívegis það ár á Fred Olsen Challenge de España, á Kanaríeyjum og síðan á Kazakhstan Open, sem er stærsta mótið á Challenge Tour. Hann var einnig efstur á stigalista Challenge Tour 2010 og tryggði sér þannig að nýju kortið sitt á Evrópumótaröðina 2011, þar sem hann hefir haldist síðan.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Dudley Wysong, Jr., 15. maí 1939 – 29. mars 1998); James Bradley Simons (15. maí 1950 – 8. desember 2005) Indverski kylfingurinn SSP Chowrasia, 15. maí 1978 (34 ára); Pablo Larrazabal, 15. maí 1983 (29 ára) Caroline Rominger, 15. maí 1983 (29 ára) – svissneskur kylfingur á LET ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024