Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 18:00

PGA TOUR Latinoamerica kynnt

PGA mótaröðin tilkynnti stofnun PGA TOUR Latinoamerica í gær, 20. október 2011. Þetta verður atvinnumótaröð með 11 mótum, sem spiluð verða í 7 löndum Suður-Afríku: Mexikó, Kólombíu, Púertó Ríkó, Brasilíu, Argentínu, Chile og Perú.

„Það er okkur ánægja að tilkynna að við hleypum af stokkunum PGA Tour Latinoamerica,” sagði framkvæmdastjóri PGA TOUR, Tim Finchem. „Þessi útvíkkun til Suður-Armeríku saman með hvað Nationwide Tour hefir gert á svæðinu á undanförnum árum er hluti eðlilegrar framfarar golfsins, sem heldur áfram að breiðast út um allan heim. Við lítum á þetta sem tækifæri til þess að stuðla að áframhaldandi þróun bestu kylfinga í Suður-Ameríku. Tímasetningin er rétt, þar sem í Suður-Ameríku fara fram fyrstu Olympíuleikarnir þar sem golf snýr aftur sem keppnisíþrótt í fyrsta sinn í yfir 100 ár. Frá Suður-Ameríku hafa komið þó nokkrar stjörnur á PGA TOUR nokkur síðastliðinn ár og eitt af markmiðum okkar fyrir þessa mótaröð er að stuðla að því að fleiri golfstjörnur frá Suður-Ameríku komist á framfæri.”

Þessi fyrsta dagskrá 11 móta er samstarfsverkefni  PGA TOUR, Tour de Las Americas (TLA), golfsambanda einstakra ríkja, golfmótaskipuleggjenda og golfklúbba í Suður-Ameríku. Fyrstu 11 mótin verða spiluð  september-desember 2012. Markmiðið er að fjölga þeim í 14 árið 2013. Leikformið verður 72 holu höggleikur.  […]

„S.l. áratug hafa atvinnukylfingar í Suður-Ameríku spilað undir merkjum margra lykilsamstarfsaðila á svæðinu,” sagði Tim Finchem.  „TLA, golfsambönd einstakra ríkja, skipuleggjendur móta og einkaklúbba í Mexíkó, Suður-Ameríku og Karabíska hafinu hafa haldið á kyndli golfíþróttarinnar á svæðinu á lofti, en munu nú vinna sameiginlega undir PGA TOUR Latinoamerica merkjum til þess að taka næsta skrefið í þróun kylfinga á svæðinu.”

Heimild: pgatour.com