Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2011 | 20:00

Rory skiptir um umboðsmann

Rory McIlroy hefir verið í samstarfi við umboðsskrifstofu Chubby Chandler, International Sports Management.

Í dag, aðeins nokkrum dögum eftir Grand Slam, þar sem aðrir umbjóðendur Chubby þeir Charl Schwarzel og Darren Clarke kepptu, tilkynnti Rory að hann hefði ákveðið að skipta um umboðsskrifstofu.

Nýja umboðsskrifstofa hans er sú sama og sér um málefni Graeme McDowell, þ.e. Horizon Sports Management, sem er með höfuðstöðvar í Dublin.

Þetta er annar umbjóðandi, sem Chubby missir á innan við mánuð, en Ernie Els yfirgaf Chubby í síðasta mánuði og er nú á mála hjá fyrirtæki Vinny Giles og Buddy Marucci.

„Það er bara að halda áfram og upp á við“ sagði á vefsíðu Chubby. „Við (þ.e. hann og Rory) höfum átt nokkuð brillíant ár.“