Hver er kylfingurinn: Nicholas Colsaerts?
Nicholas Colsaerts er nafn sem sést hefir ofarlega á skortöflum á mótum Evrópumótaraðarinar það sem af er keppnistímabilsins 2012 og nú um helgina gerðist það loks að hann sigraði mót þ.e. Volvo World Match Play Championship í Casares í Andaluciu. Belgar hafa ekki verið atkvæðamiklir í golfi a.m.k. ekki ofarlega á blaði í helstu mótaröðum heims og er skemmtilegt ef nú er að verða breyting á, því golf í Belgíu á sér nokkra hefð.
Hver er þessi geðþekki belgíski kylfingur?
Nicolas Colsaerts fæddist í Schaerbeek í Belgíu, 14. nóvember 1982 og er því 29 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000, á 18 ára afmælisdaginn og hlaut mjög fljótlega kortið sitt á Evróputúrinn. Hann náði samt ekki að halda því og hlaut ekki þáttökurétt á túrnum aftur fyrr en 2010 eftir að hafa orðið í 3. sæti á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour) árið 2009.
Colsaerts hefir oft verið óheppinn í keppnum t.d. var hann í forystu um miðbik Irish Open árið 2006, en hrundi niður skortöfluna og lauk keppni í 53. sæti. Eins leiddi hann Scandinavian Open eftir 3. hring en lauk keppni T-24.
Colsaerts sigraði næstum því árið 2009 í Challenge of Ireland mótinu eftir að hafa spilað lokahringinn á 68 höggum en tapaði í umspili á 3. holu fyrir enska kylfingnum Robert Coles. Hvað sem öðru leið þá vann hann fyrsta sigur sinn á Challenge Tour nokkrum vikum síðar á SK Golf Challenge og bætti við sigri á Dutch Futures í október.
Árið 2010 var besti árangur Colsaerts 3. sætið á BMW Italian Open og hann hélt kortinu sínu á Evrópumótaröðinni fyrir keppnistímabilið 2011 eftir að hann varð í 67. sæti á Race to Dubai stigatöflunni.
Árið 2011 vann hann fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni, þegar hann vann Volvo China Open. Hann komst síðan í úrslit á Volvo World Match Play Championship 2011 á Spáni, en tapaði fyrir sigurvegara þess árs Ian Poulter eftir umspil.
Þessar niðurstöður urðu til þess að hann var nógu ofarlega á stigalistanum að hann hlaut þátttökurétt á Opna breska 2011 og tveimur dögum síðan vann hann í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska 2011 í Walton Heath Golf Club.
Hann lauk 2011 keppnistímabilinu í 20. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai og þar með tryggði hann sér þátttökurétt á 2 risamótum 2012. Nú um helgina (þ.e. 20. maí 2012) vann hann síðan stærsta sigur sinn til þessa, Volvo World Match Play Championship.
Hér í lokin er vert að líta á helstu sigra Nicholas Colsaerts:
Sigrar sem áhugamaður (3)
▪ 2000 Belgian Stroke Play Championship, Belgian Match Play Championship, French Boys Championship
Sigrar sem atvinnumaður: (9)
Á Evrópumótaröðinni (2)
1 24. apríl 2011 Volvo China Open -24 (65-67-66-66=264)
Átti 4 högg á þÁ Søren Kjeldsen, Peter Lawrie, Danny Lee og Pablo Martín
2 20. maí 2012Volvo World Match Play Championship 1&0 Graeme McDowell
Á Challenge Tour (2)
1 9. ágúst 2009 SK Golf Challenge -11 (70-71-70-66=277)
Vann í umspili g. Rhys Davies og Julien Guerrier
2 13. sept. 2009 Dutch Futures -17 (69-66-67-69=271)
Átti 4 högg á Andrew McArthur og Julien Quesne
Aðrir sigrar (5)
▪ 2000 World Travel Open (PGA í Belgium) (sem áhugamaður)
▪ 2002 Belgian Match Play Championship
▪ 2003 Omnium of Belgium
▪ 2005 Open International de Bordeaux (Alps Tour)
▪ 2010 Mauritius Golf Masters
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024