Viðtalið: Hafdís Alda Jóhannsdóttir GHR & GK
Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbs Hellu 2011, Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, en GHR fagnar 60 ára afmæli eftir tæpan mánuð þ.e. 22. júní n.k. Hafdís Alda var t.a.m. í öðru sæti í sínum flokki í fjölmennu Lancôme kvennamóti á Hellu, 6. maí 2012. Hún var með besta skor mótsins án forgjafar. Hafdís Alda spilar líka á Unglingamótaröð Arion banka, sem hófst s.l. helgi. Hér fer viðtalið:
Fullt nafn : Hafdís Alda Jóhannsdóttir.
Klúbbur: Keilir og GHR.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1997.
Hvar ertu alin upp? Í Hafnarfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég bý hjá foreldrunum mínum í Hafnarfirði og pabbi minn hefur spilað golf alveg frá því að ég man eftir mér.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að fara á sumarnáskeið um svona 6 ára aldur en byrjaði að æfa 2007.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Pabbi minn skráði mig á námskeið og ég fór líka með honum.
Hvað starfar þú / Ertu í námi ef svo er hvaða? Ég er bara ennþá í Setbergsskóla og ég starfa á Hótel Cabin í sumar.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Mér finnst strandvellir skemmtilegri.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur, en mér finnst mjög gaman líka í holukeppni.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Uppáhaldsgolfvellirnir eru Hvaleyrin hjá Keili og Strandarvöllur hjá GHR.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? The Palmer Course í Reunion Resort Florida.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Hamarsvöllur í Borgarnesi, út af 16. holunni.
Hvað ertu með í forgjöf? 12,2.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 80 á Hvaleyrinni hjá Keili í Hafnarfirði.
Hvert er lengsta drævið þitt? Ég veit það ekki.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég klúbbmeistari í GHR og að ég er búin að bæta mig mikið.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Ég er alltaf með 1 eða 2 samlokur og svo hnetur, þurrkaða ávexti og ávexti.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, ég var í handbolta og fótbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Ég elska allan mat, sódavatn, ég hlusta á alla tónlist, mér finnst mjög margar myndir skemmtilegar og uppáhaldsbókin mín er Hunger Games serían.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Suzann Pettersen og Bubba Watson.
Hvert er draumahollið? Bubba Watson, Rickie Fowler og Ben Crane.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Í pokanum hjá mér eru pútter, wedgar 52°,54°,60 ,9,8,7,6 járn, 5-tré,,hálviti og dræver og uppáhaldskylfan mín er Callaway dræverinn minn.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Markmiðið mitt er að komast í háskóla í Bandaríkjunum.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 40%
Að lokum: Hvað finnst þér best við golfið? Að vera úti að bara spila golf.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024