13 kvenstjörnur golfsins
Hér á næstu tveimur vikum verður hér á Golf 1 fjallað um 13 kvenstjörnur golfíþróttarinnar. Þegar talað er um kvenstjörnu í golfi dettur mörgum e.t.v. Annika Sörenstam í hug. Blómaskeið hennar er frá 1994, þegar hún gerist atvinnumaður í golfi til ársins 2008, þegar hún hættir í keppnisgolfi og snýr sér að barneignum og fyrirtækjarekstri. Í 14 ár var Annika sá kvenkylfingur, sem réði lögum og lofum á golfvöllum heimsins. En Annika er ekki ein af stjörnunum sem fjallað verður um hér. Það sem Annika afrekaði á 14 ára ferli sínum, sem atvinnumaður í golfi er efni í heilu bækurnar. Athyglinni verður hér einkum beint að nokkrum kvengolfstjörnum, sem voru til staðar áður en Annika kom fram á sjónarsviðið. Hverjar voru þær? Jafnframt verður getið a.m.k. 3, sem féllu í skuggann á Anniku, eftir að hún fór að láta að sér kveða, en náðu þrátt fyrir yfirburði Anniku að sigra á tiltölulegum miklum fjölda móta og skapa sér feril og líta verður á helstu keppinauta Anniku: Dottie Pepper, Grace Park og Se Ri Pak. Alls verður hér staldrað við 13, þó að sjálfsögðu séu þær mun fleiri. Kvenstjörnurnar 13, sem fjallað verður um hér eru eftirfarandi (í stafrófsröð, blómaskeiðs þeirra í golfinu getið í sviga fyrir aftan):
Raðað eftir stafrófsröð: Raðað eftir blómaskeiði kylfings:
1 Donna Caponi-Byrnes (1965-1981) 1 Dorothy Campell (1905-1938)
2 Dorothy Campbell (1905-1938) 2 Patty Berg (1937-1962)
3 Dottie Pepper (1988-2001) 3 Judy Rankin (1962-1980)
4 Grace Park (1999-2004) 4 Donna Caponi-Byrnes(1965-1981)
5 Hollis Stacy (1974-1991) 5 Sandra Post (1968-1981)
6 Jan Stephenson (1973-1990) 6 Joanne Carner (1969-1985)
7Joanne Carner (1969-1985) 7 Jan Stephenson (1973-1990)
8 Judy Rankin (1962-1980) 8 Hollis Stacy (1974-1991)
9 Pat Bradley (1974-1995) 9 Pat Bradley (1974-1995)
10 Patty Berg (1937-1962) 10 Rosie Jones (1982-2003)
11 Rosie Jones (1982-2003) 11 Dottie Pepper (1988-2001)
12 Sandra Post (1968-1981) 12 Se Ri Pak (1998-
13 Se Ri Pak (1998- ) 13 Grace Park (1999-2004)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024