Viðtalið: Gísli Sveinbergsson, GK.
Viðtalið í kvöld er við sigurvegara í flokki 15-16 ára drengja á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka, 20. maí s.l., Gísla Sveinbergsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Fyrsta mótið á Unglingamótaröð Arion banka 2012 fór fram á Garðavelli þeirra Leynismanna á Akranesi. Gísli var á besta skori allra þátttakenda eftir 1. keppnisdag, spilaði Garðavöll á 71 glæsihöggi eða -1 undir pari og lauk keppni sem sigurvegari í sínum aldursflokki, á 3. besta skori allra keppenda (71 77).
Gísli varð stigameistari á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 14 ára og yngri árið 2011; varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni.
Gísli er í afrekshóp GSÍ og er einn þeirra, sem fór í æfingaferð til Eagle Creek í Flórída fyrr í vetur.
Hér fer viðtalið við Gísla:
Fullt nafn: Gísli Sveinbergsson.
Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík árið 1997.
Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Amma og Afi drógu mig í golfið.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði þegar ég var svona 5, en alvaran tók við þegar ég var 9.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Amma og Afi.
Hvað starfar þú /ef í námi: í hvaða skóla/námi ertu? Ég er í Öldutúnsskóla.
Nú sigraðir þú upp á Skaga s.l. helgi á Unglingamótaröð Arion banka í flokki 15-16 ára drengja – hvernig verður maður svona góður í golfi eins og þú? Æfa eins mikið og maður getur.
Lýstu tilfinningunni þegar ljóst var að þú hefðir unnið? Ég var mjög ánægður.
Finnst þér þátttaka í æfingaferðum og mótum erlendis vera að skila sér?… og hversu mikilvægt telur þú að slíkar ferðir séu ungum kylfingum? Hef aldrei keppt í mótum erlendis, en það er mjög gott að fara í æfingaferðir, aðlagast grasinu og svona.
Hvað æfir þú mikið á dag? Myndi segja u.þ.b 2-3 tíma á veturna og svo er ég bara alla daga á sumrin, bara misjafnt hvað ég er lengi.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Leynir, Þverárvöllur, Korpan, Þorlákshöfn, Kiðjarberg og Urriðavöllur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Lake Nona.
Hvað ertu með í forgjöf? 3,5
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -3 á Leirdalsvelli.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Stigameistari 2011.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei ekki ennþá, en það kemur að því.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? 3 brauðsneiðar, banana og 3 trópi.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, handbolta og fótbolta.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Yani Tseng og Tiger Woods.
Hvert er draumahollið? Tiger Woods, Luke Donald og Rory Mcilroy.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Pútter, 58°, 54°,50°,pw,9,8,7,6,5,4,fimm tré, þrjú tré og driver. Allar kylfurnar eru uppáhalds.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Ertu hjátrúarfullur? Já, myndi segja það.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Verða númer eitt í heimi og vera góður við alla.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég er ekki viss, ætli það sé ekki svona 30 prósent.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Æfa eins mikið og þau geta.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024