Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2012 | 18:15

Evróputúrinn: James Morrison leiðir þegar BMW PGA Championship er hálfnað

Það er heimamaðurinn James Morrison, sem leiðir þegar BMW PGA Championship er hálfnað.

James kom inn á frábærum 64 höggum og þó nokkrir eigi eftir að ljúka hringjum sínum er enginn sem getur náð honum. Morrison fékk 6 frábæra fugla og örn á 18. braut líkt og í gær þegar hann kom inn á 68 höggum.  Samtals er Morrison því búinn að spila á -12 undir pari, samtals 132 höggum.

Í 2. sæti er Luke Donald ásamt Skotanum David Drysdale, sem var annar af forystumönnum gærdagsins. Luke endurtók leikinn frá því í gær kom aftur inn á 68 höggum og báðir eru þeir Drysdale búnir að spila á 136 höggum hvor, þ.e. eru 4 höggum á eftir Morrison.

Nokkur fræg nöfn komust ekki í gegnum niðurskurð t.d. Retief Goosen og Graeme McDowell.

Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship smellið HÉR: