Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2012 | 11:30

Kelly Tidy sigrar stærstu áhugakvenkylfingamótin

Ladies British Open Amateur var fyrst haldið 1893 á Bretlandi og er eitt elsta kvennagolfmótið.

Fyrstu 2 dagana fer fram höggleikur og eftir annan daginn er skorið niður og halda 64 efstu kvenkylfingarnir áfram í holukeppni.

Árið 2008 sigraði hin sænska Anna Nordqvist samlöndu sína og fyrrum félaga Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State University, Caroline Hedwall.

Árið 2009  sigraði spænski kvenkylfingurinn Azahara Muñoz, mótið og árið þar á eftir, 2010  enski kylfingurinn Kelly Tidy, sem ekki margir kannast við.

Kelly Tidy

Árið góða 2010, sigraði Kelly Tidy  Kellsey MacDonald, 2 & 1, í úrslita 18-holu keppninni í Ganton Golf Club í England. Með sigrinum á Ladies British Open ávann Kelly Tidy sér rétt til þátttöku í Ricoh Women’s British Open (eitt af risamótum kvennagolfsins), en mótið fór fram á heimavelli Kelly, Royal Birkdale Golf Club, 2010.

Nú er Kelly Tidy búin að sigra á enn öðru stóru áhugakvenkylfingamótinu: English Ladies Amateur, móti sem hún vann fyrir nokkrum vikum.  Þar bar hún sigurorð af Georgia Hall í umspili, enn á heimavelli sínum, Royal Birkdale.

Í sumar verður Kelly Tidy í liði Breta&Íra á Curtis Cup, ásamt annarri enskri, upprennandi golfstjörnu, sem Golf 1 hefir verið að kynna:  Charley Hull.  Sjá umfjöllun Golf 1 um Charley Hull hér:

CHARLEY HULL 1

CHARLEY HULL 2

Kelly Tidy hins vegar stefnir á að vera áhugamaður út árið 2012 og reyna fyrir sér í Q-school LET í desember n.k.