Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2012 | 19:10

Vissuð þið að Cristie Kerr er víngerðarmaður og það til styrktar góðu málefni?

Móðir nr. 5 á Rolex-heimslistanum, Cristie Kerr greindist með brjóstakrabbamein árið 2003  Cristie sagðist ekki hafa getað setið hjá og gert ekki neitt þannig að hún hefir með ýmsu móti stutt við bakið á krabbameinsrannsóknum, m.a. fór hún af stað með átakið „Birdies for Breast Cancer“ þar sem hún gaf $50 fyrir hvern fugl sem hún fékk og auðvitað helmingi meir ef hún fékk örn, svo sem sjá má í myndskeiðinu HÉR: 

En Cristie er farin að huga að því hvað hún ætlar að gera eftir að golfferlinum lýkur. Og hún er þegar búin að finna sér ábatasama aðferð til þess að styrkja enn betur við krabbameinsrannsóknirnar, en það er með vínrækt í Napa Valley í Kaliforníu. Hún er öfundsverð af því… a.m.k. að mati þeirra sem komið hafa í dalinn dásamlega.  Sjá má myndskeið af vínræktandanum Cristie Kerr HÉR: