PGA: Tiger Woods í 2. sæti þegar Memorial er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Tiger Woods flaug í gegnum niðurskurð og ekki bara það…. hann deilir 2. sæti á Memorial móti Jack Nicklaus ásamt þeim Scott Stallings og Spencer Levin. Þessir þrír kappar eru allir búnir að spila á samtals -5 undir pari á samtals 139 höggum, aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum frá Suður-Afríku, Rory Sabbatini. Tiger er búinn að vera nokkuð stöðugur (70 69).
Aðstæður til golfleiks voru erfiðar í Muirfield Village, en það var fremur hvasst og kalt og Tiger kvefaður og illa upplagður, sem gerir afrek hans þeim mun eftirtektarverðara.
Tiger byrjaði vel var með 3 fugla á fyrstu 6 holunum. Líkt og Rory McIlroy í fyrradag (á fimmtudaginn) lenti Tiger í vandræðum á par-3 12. brautinni, en hann yfirsló flötina og fór til vinstri í erfiða legu. Fyrsta chippið hans lenti ekki á flöt og hann varð að endurtaka höggið og tvípúttaði síðan fyrir skrambans 5-u.
En í heildina tekið var Tiger ánægður með sláttinn og högg sín.
„Ég var að slá vel í allan dag,“ sagði Tiger á blaðamannafundi. „Þetta kom á degi sem ég þarfnaðist þess. Vindurinn blés þarna og feykti trjánum til og þetta var bara erfiður dagur. Ég viðurkenni, flatirnar voru mýkri en vindurinn var þolraun. Með þessum pinnastaðsetningum í dag þá var þetta erfitt. Aðeins nokkrar voru aðgengilegar.
En mér fannst að allt undir pari myndi vera gott skor og ég var fær um að ná skori upp á 60 og eitthvað.“
Á fimmtudaginn s.l. sagði Tiger að hann væri ánægður með nýlegar framfarir sínar.
„Ég er ánægðari með þá vinnu sem ég hef innt af hendi s.l. viku og hluti sem ég átti að framkvæma í sl. mótum en gat framkvæmt nú,“ sagði Tiger. „Það er svona sem ég var að slá á Bay Hill og sló í lok s.l. árs. Það er það sem er svo spennandi.“
Tiger er eini kylfingurinn í mótinu sem hefir sigrað á Memorial 4 sinnum (1999-01, 2009).
Það er spennandi hvað Tiger gerir um helgina. Bætir hann 5. Memorial-titli sínum við?…. eða skyldi hann, kvefaður eins og hann er, draga sig úr mótinu vegna andlegrar þreytu, vegna þess að hann þarf að hvílast og undirbúa sig fyrir Opna bandaríska?
Sjá má stöðuna þegar Memorial er hálfnað HÉR:
Til þess að sjá hápunkta frá 2. degi Memorial smellið HÉR:
Til þess að sjá högg dagsins, sem var högg Tiger á par-4 1. braut á Memorial smellið HÉR:
Heimild: PGA Tour og WUP
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024