PGA: Rory McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurð á Memorial
Norður-Írski undrakylfingurinn Rory McIlroy , sem er sem stendur í 2. sæti heimslistans á ekki sjö dagana sæla. Reyndar ekki einu sinni tvo því fyrstu 2 dagarnir á Memorial voru langt frá því að vera einhverjir sæludagar og svo fær hann ekki að spila um helgina heldur verður sneyptur að taka pokann sinn. Nema að það sé gert með ráðnum hug… til þess að hann geti hvílt sig af andlegri þreytu og búið sig undir titilvörnina á Opna bandaríska, líkt og Phil Mickelson.
Þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa varið (of ?) miklum tíma með eiginkonu og kærestu á flandri um Evrópu, nánar tiltekið Róm og París; Phil til þess að halda upp á 40 ára afmæli eiginkonu sinnar Amy og Rory til þess að hugga Caroline, sem gekk eitthvað illa í tennisnum.
Allskyns atriði eru að í leik Rory sem ekki hafa sést áður; eins og þegar spilaði par-3 12. brautina í Muirfield Village á 7 höggum á fimmtudaginn. Jæja, þetta getur komið fyrir besta fólk og ALLA kylfinga á stundum, en viðurkenna verður að það sé sjaldséðara meðal kylfinga PGA og þá sérstaklega hjá nr. 2 í heiminum.
Samtals lauk Rory keppni á Memorial 2012 á 150 höggum (71 79), sama skori og annar frábær kylfingur sem fær „helgarfrí“ Jason Day. Báðir voru Day og McIlroy 3 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Síðan er hitt sem Rory hefir ekki sýnt af sér áður en það er sú staðreynd að hann fékk ekki einn einasta fugl á seinni hring sínum heldur einungis 2 skramba og 3 skolla!!! Það jákvæða er…. og það verður að taka fram að hann paraði 12. seinni daginn, sem eflaust hefir ekki verið auðvelt miðað við alla pressuna sem Rory var undir og slæmu minningunum frá deginum áður!
Báðir eiga Rory og Phil eflaust mikið inni, þótt háðsglósurnar fljúgi nú um alla golffréttamiðla um þessa einhverja bestu kylfinga heims og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer 11.-17. júní í Olympic Golf Club í San Francisco. Skyldi Phil koma úthvíldur og skyldi Rory takast að verja titil sinn?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024