Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2011 | 14:00

LPGA: Yani Tseng vann í Taíwan

Nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, sannaði enn og aftur af hverju hún er best af öllum kvenkylfingum. Yani Tseng er hreint ótrúleg. Hún sigraði á Sunrise LPGA Taíwan Championship í Sunrise Golf & Country Club í, Yang Mei, Taoyuan, Taíwan á samtals -16 undir pari, samtals 272 (68 71 67 66), heilum 5 höggum á undan Amy Yang frá Kóreu og Azahöru Muñoz frá Spáni, sem deildu 2.sætinu á -11 undir pari.  Í 4. sæti urðu Anna Nordqvist og Morgan Pressel á – 9 undir pari, 7 höggum á eftir Yani. Þetta er 7. sigur Yani á LPGA á árinu, en 2 þar af voru sigrar á risamótum. Og Yani er bara 22 ára!  Það eru bara ekki til orð til að lýsa hversu frábær árangur þetta er hjá þessari stúlku frá Taíwan, sem að þessu sinni sigraði á heimavelli.

Til þess að sjá úrslit í Sunrise mótinu smellið HÉR: