Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 18:00

GKB: Sveinn Snorrason lék „á aldri sínum“ – 87 höggum … og varð í 1. sæti í Opna Húsasmiðjumótinu – Glæsilegt!!!

Á heimasíðu Golfklúbbsins Kiðjabergs er eftirfarandi frétt:

„Sveinn Snorrason  varð í 1. sæti í karlaflokki á Opna Húsasmiðjumótinu á Kiðjabergsvelli laugardaginn 2. júní;  lék á 87 höggum, en aldur hans er 87 ár. Lék hann því á aldri sínum sem er einstakt afrek. Sveinn er meðlimur í þremur golfklúbbum,  Keili, GR og GKB. Hann spilar golf nær daglega allt árið um kring. Er þetta hans besta skor í höggum í langan tíma, lækkaði hann forgjöfina sína um 1,2 á hringnum.

 Að loknum hringnum þá vildi hann koma því að, að hann þakkaði þetta góða skor góðum spilafélögum jafnframt frábærum velli og einstakri veðurblíðu, og síðast en ekki síst að hann hvíldi deginum áður í góðu yfirlæti hér í sveitinni.“
Úrslit í Opna Húsasmiðjumóti GKB eru annars eftirfarandi:

1. sæti konur: Ragnheiður Karlsdóttir 40 punktar.

Ragnheiður Karlsdóttir, GKB. Mynd: GKB

Karlar:
1. sæti: Sveinn Snorrason 40 punktar.
2. sæti: Brynjólfur Mogensen 37 punktar.
3. sæti: Gísli Þór Guðmundsson 36 punktar.
4. sæti: Þorvaldur Freyr Friðriksson 35 punktar.
5. sæti: Gústaf Alfreðsson 35 punktar

Þess má geta að það voru nokkrir aðilar með 35 punkta, en lakari seinni 9 en ofangreindir aðilar.

Lengsta teighögg konur:
Ragnheiður Karlsdóttir á 11. holu

Lengsta teighögg karla á 11. holu:
Gunnar Freyr

Næstur holu í tveim höggum á 18. holu:
Njörður Lúðvíksson 1.84 m.

Næstur holu á 3. braut
Gunnar Þorláksson 3,40 m.

Næstur holu á 7. braut:
Magnús Haraldsson 3,49 m

Næstur holu á 12. braut:
Ragnheiður Karlsdóttir 2,73 m

Næstur holu á  16. braut:

Þorvaldur Freyr 2,75 m
Heimild: Heimasíða GKB