Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2012 | 14:40

Golfbækur: „Golfboltahvísl“ eftir Lo Linkert

Lo Linkert Hilchenbach er þýsk-kanadískur kylfingur með 9 í forgjöf.  En hann er meira en það; hann getur teiknað af Guðs náð og er  alþjóðlegur skopmyndateiknari.

T.a.m. gaf hann út í Þýskalandi fyrir 25 árum, þ.e. árið 1987, bókina „Golfballgeflüster“ sem myndi í lauslegri íslenskri þýðingu vera svo mikið sem  „Golfboltahvísl.“

Golfballgeflüster eða Golfboltahvísl upp á íslensku. Mynd: Golf 1

Þetta er skemmtibók með 85 teikningum sem Lo tileinkaði golfboltum þ.e. allar teikningarnar eru af golfboltum.  Hann vildi teikna bókina til heiðurs þeim þúsundum golfboltum, sem höfðu  veitt honum svo mikla ánægju 20 árin þar á undan þ.e. frá árinu 1967 – Með bókinni þakkar hann þeim það, að hafa þrívegis farið holu í höggi, auk allra arnanna og fuglanna. Hann þakkar golfboltunum fyrir að hafa verið svo góðir að detta ofan í holuna!  Lo Linkert persónugerir golfboltana og eru tvær  aðalsöguhetjurnar, kven- og karlgolfbolti.

Því miður veit Golf 1 bara til þess að bókin hafi komið út á þýsku, en Lo skrifaði hana m.a. líka fyrir þýska golfvini sína og húmorinn oft þannig að erfitt er að þýða hann.

Fyrir þá sem lesa þýsku og hafa áhuga að lesa hana (hún er fljótlesin) þá eru helstu upplýsingar um hana hér:

ISBN 3-922606-12-1

Útg.: F.O. Kless-Böker

Pósthólf 1466

D-8130 Starnberg

Sími: (0 81 51) 73 23