Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2012 | 16:30

Eimskipsmótaröðin (2): Egils Gull mótið úti í Eyjum – Tinna, Signý og Arnar Snær í forystu kl. 16:30

Annað mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár, Egils Gull,  hófst í dag á Vestmannaeyjavelli. Þátttakendur eru 80, þar af 17 konur.

Ræsa átti út fyrstu kylfinga kl. 7:30, en vegna þess að fremur hvasst var framan af var ræsingu frestað til kl. 10:00. Skilyrði til golfleiks eru erfið vegna þess hversu hvasst er, en annars er bongóblíða úti í Eyjum og Vestmannaeyjavöllur í góðu ástandi.

Nú kl. 16:30 er staðan sú í kvennaflokki að Tinna Jóhannsdóttir, GK og Signý Arnórsdóttir, GK,  eru í forystu,  báðar eru búnar að spila á 3 yfir pari.  Tinna á 9 holur eftir óspilaðar en Signý 3.

Í karlaflokki leiðir Arnar Snær Hákonarson, GR; er sem stendur sá eini sem búinn er að spila undir pari, eða 1 undir pari. Hann á 3 holur eftir óspilaðar og í 2. sæti er Björn Öder Ólason, GO, sem búinn er að spila 3 holur.

Fylgjast má með gangi mála í Vestmannaeyjum með því að SMELLA HÉR: