Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 11. 2012 | 02:00

DJ sigraði á FedEx St. Jude Classic – hápunktar og högg 4. dags

Bandaríkjamaðurinn DJ eða m.ö.o. Dustin Johnson sigraði á FedEx St. Jude Classic mótinu á TPC Southwind í Memphis, Tennessee seint í gærkvöldi.

DJ var á samtals 9 undir pari, samtals 271 höggi (70 68 67 66). Á sigurhringnum í dag fékk DJ 5 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti var John Merrick, einu höggi á eftir DJ, þ.e. á 8 undir pari.  Í 3. sæti varð síðan hópur 4 kylfinga Ryan Palmer, Nick O´Hern, Chad Cambpell og hinn 48 ára Davis Love III; allir á 7 undir pari, hver.

Nr. 2 í heiminum, Rory McIlroy deildi 7. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum, sem allir voru á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á FedEx St. Jude Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á FedEx St. Jude Classic, sem Luke Guthrie átti SMELLIÐ HÉR: