Viðtalið: Þórður Rafn Gissurarson, GR
Þórður Rafn Gissurarson er aldeilis að spila glæsilegt golf þessa dagana. Um síðustu helgi sigraði hann í Vestamanneyjum á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu. Í gær fékk hann úthlutað styrk úr nýstofnuðum sjóði afrekskylfinga, Forskoti.. og í dag er hann í 3. sæti af 128 keppendum á sterku móti EPD-mótaraðarinnar, Schloß Moyland Golfresort Classic, í Bedburg-Hau, í Þýskalandi.
Hér fer viðtal við Þórð Rafn:
Fullt nafn: Þórður Rafn Gissurarson.
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbbur Kiðjabergs.
Hvar og hvenær fæddistu? 8.september 1987, í Reykjavík.
Hvar ertu alinn upp? Í Seljahverfinu.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Báðir foreldrar mínir spila golf en systkinin eru of upptekin sem stendur til að byrja þá iðju.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Í kringum 5 ára aldurinn. Var í þessu með fótboltanum til að byrja með en svo tók golfið öll völd.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Mér var hent í námskeið í Korpu þegar ég var 7 ára og þá var ekki litið til baka.
Hvað starfar þú? Við að keppa og spila golf.
Hvað æfir þú mikið á dag? Það er mismunandi eftir veðri en á venjulegum degi þá er maður að æfa ca. 6-8 klst á dag með spili. Líkamsrækt er ekki inn í þessu.
Kanntu einhverja skemmtilega golfsögu af þér af golfvellinum? Ég var einu sinni við æfingar á gamla æfingasvæðinu í Korpúlfsstöðum. Kunningi minn var að tína bolta á gömlum traktor sem þá var notaður og lítið um vörn gegn boltum. Ég var sá eini sem var að slá og tókst að slá bolta með 3. trénu mínum beint í hausinn á honum af 200 metra færi. Vankaðist hann mikið við höggið og traktorinn endaði úti í móa. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt og við náðum að koma traktornum aftur inn á æfingasvæðið.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Mér líkar vel við bæði. Hef spilað mikið af þessum völlum erlendis og á alltaf erfitt með að velja á milli.
Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur? Holukeppnin finnst mér skemmtilegri. Maður spilar allt öðruvísi golf og oftar en ekki er skorið sjálft betra en í höggleik.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Grafarholt, Kiðjaberg og Vestmannaeyjar.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? TPC Sawgrass í Flórída, Seddiner Am See í Berlín og Kingsbarns í St. Andrews.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju? Tot Hill Farm Golf Club í Norður Karolínu. Mætti halda að golfarkitektinn hefði verið í allt öðrum heimi þegar hann hannaði völlinn.
Hvað ertu með í forgjöf? -1.4
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Það er 63 (-9) á Potsdam Golf Club E.V. í Þýskalandi.
Hvert er lengsta drævið þitt? Í kringum 350 metra. Blússandi vindur og hörð braut að sjálfsögðu.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að hafa sigrað í tveimur mótum á mótaröðinni heima og 2. sæti í Evrópumóti klúbba í hittíðfyrra með Golfklúbbi Reykjavíkur.
Hefir þú farið holu í höggi? Því miður. Mun gerast fyrir fimmtugt. Alveg pottþéttur á því.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Er alltaf með bláan Kristal til að drekka og svo narta ég í banana, samloku, epli eða hnetur. Þarf að vera með nóg af nesti með sér.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég hef verið í öllu held ég. Fótbolti, handbolti, körfubolti, skvass, skák o.fl. Var mjög virkur á mínum yngri árum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur er nautalund með bearnaise og bakaðri kartöflu, uppáhaldsdrykkur er blár kristall, uppáhaldstónlist er Mumford & Sons og Coldplay, uppáhaldskvikmynd er The Green Mile og Tuesdays with Morrie er bók sem ég get alltaf lesið auk flestra golfbóka.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Craig Stadler er án efa uppáhaldskylfingurinn minn. Var alltaf gaman að sjá Rostunginn spila. Anna Nordqvist er minn uppáhalds hjá konunum. Flottur kylfingur.
Hvert er draumahollið? Craig Stadler, Bobby Jones, Ben Hogan. Tiger Woods, Luke Donald, og Miguel Angel Jimenez væru á pokanum þeirra.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?
Titleist D3 9.5 gráðu (Graphite Design DI6X skaft)
Titleist 910F 15 gráðu (Graphite Design DI7X skaft)
Titleist 712 MB 3-PW með True Temper Dynamic Gold X-100 sköft.
Titleist SM4 52, 56, 60 gráðu fleygjárn
Nike Method 004 pútter.
Uppáhaldskylfan er pútterinn. Verður að vera það.
Hefir þú verið hjá golfkennara/hver er þjálfarinn þinn? Brynjar Eldon Geirsson hefur verið þjálfarinn minn síðustu ár.
Ertu hjátrúarfullur? Nei alls ekki.
Hvert er meginmarkmiðið í golfinu og í lífinu? Komast á topp 100 á heimslistanum og spila á stórmóti. Verður að dreyma stórt.
Hvað finnst þér best við golfið? Sjálfsagi, félagsskapur og virðing gagnvart þeim sem þú spilar með.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Myndi segja 50%. Andlegi þátturinn er mjög mikilvægur og ég æfi hann reglulega.
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Slá beint af teig og æfa stutta spilað gríðarlega ef fólk vill lækka skorið hjá sér.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024