Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2012 | 19:50

PGA: Tiger að spila vel var á 69 – Bubba á 78 og Phil á 76 höggum á 1. hring US Open

Nú hefir „Tiger-hollið“ lokið leik á 1. degi US Open.  Tiger Woods spilaði vel var á 69 höggum, -1 undir pari. Tiger fékk 3 fugla og 2 skolla á hring, sem gaman var að fylgjast með honum spila. Í stuttu viðtali við Tiger, sem tekið var eftir 1. hring sagðist hann hafa verið ánægður með allt í leik sínum í dag, en þeim í hollinu hefði komið á óvart hversu hraðar flatirnar voru og hversu boltinn skoppaði mikið eftir brautunum (þ.e. brautirnar voru það sem enskir kalla „springy“), jafnvel enn meir en á æfingahringnum í gær.

Þeir Bubba Watson og Phil Mickelson spiluðu síður. Bubba var á +8 yfir pari 78 höggum  og Phil var á 76 höggum, +6 yfir pari.

Sem stendur leiðir Michael Thompson, spilaði 1. hring á -4 undir pari, 66 höggum.  Annað skemmtilegt holl er í þann veginn að fara út, topp 3 á heimslistanum: Luke Donald, Rory McIlroy og Lee Westwood.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi US Open SMELLIÐ HÉR: