Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 02:10

PGA: Lee á 73, Rory á 77 og Luke á 79 höggum eftir 1. dag US Open

Holli efstu manna á heimslistanum gekk ekkert betur en flestum öðrum á 1. degi US Open.  Nr. 1 í heiminum, Luke Donald, átti sérlega erfiðan dag, svona höggstuttur og svo var hans rómaða stutta spila ekki að ganga upp í dag. Alls spilaði Luke á 79 höggum, fékk 9 skolla og ekki einn einasta fugl! Hann var á sama skori og strákurinn 14 ára, yngsti keppandi US Open, Andy Zhang.

Rory spilaði á +7 yfir pari, fékk 8 skolla og 1 fugl og spilaði því á samtals 77 höggum.

Lee Westwood spilaði best af topptríóinu á 73 höggum, 3 yfir pari. Hann byrjaði strax illa á 1. holu, þegar hann fékk skramba og bætti við 3 skollum og tveimur fuglum. Þann fyrri fékk hann á par-4 7. brautinni (sem Alvaro Quiros fór holu í höggi á, á æfingahringnum í gær) og svo bætti Lee öðrum fugli við á par-5, 17. brautinni.  Af tríó-inu var skemmtilegast að fylgjast með Lee, sérstaklega hvað honum hefir farið fram í púttunum, sem oft hafa verið að eyðileggja fyrir honum, líkt og á síðasta Masters-móti, þar sem árangur hans var undraverður miðað við hvernig hann var að pútta. Gott hjá Westwood!