Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2012 | 02:30

PGA: Michael Thompson leiðir á US Open eftir 1. dag

Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson leiðir eftir 1. dag US Open 2012. Hann spilaði 1. hring á -4 undir pari, glæsilegum 66 höggum á erfiðum golfvellinum á The Olympic Club í San Francisco.  Hann fékk alls 7 fugla (á 3.; 7. og 9. braut á fyrri 9 og á 11.; 12.; 14. og 18. braut á seinni 9) og 3 skolla (á 1.; 5. og 6. braut á fyrri 9).

Eftir hringinn sagði Michael að sér hefði tekist að halda sér „rólegum og afslöppuðum“ á hringnum.

Þessi viðkunnanlegi 27 ára kylfingur (Thompson) sagði eftir hringinn: „Þetta er 3. risamótið sem ég hef fengið að spila í núna,“  Thompson spilaði í Masters 2008 og í US Open það ár vegna þess að hann varð í 2. sæti á US Amateur árinu áður.

„Ég spilaði (á US Open) sem áhugamaður, þar sem maður er í grunninn ekki með neina væntingar þannig að það er í raun engin pressa að spila sem áhugamaður, vegna þess að maður hefir engu að tapa. Ég reyndi að nálgast þetta með sama hugarfari. Ég hef engu að tapa. Þetta er bara bónus á ferlinum. Ég er ekki með öruggan spilarétt á öllum risamótunum, sem atvinnumaður. Og að fá tækifæri til að spila er bara dásamleg reynsla og síðan að fá að spila á einum af uppáhaldsvöllum mínum í heiminum, er jafnvel enn betra!“

Golf 1 verður með nánari umfjöllun um Michael Thompson í fyrramálið. Jafnvel þó nokkrir eigi eftir að ljúka leik er ólíklegt að nokkur eigi eftir að ná Thompson. Til að sjá frá blaðamannafundi með Michael Thompson SMELLIÐ HÉR: 

5 deila sem stendur 2. sæti: Tiger, Justin Rose, Graeme McDowell, Nick Watney og David Toms, allir á 1 undir pari, 69 höggum.  Að öllum hinum ólöstuðum þá var hringur Nick Watney sérlega glæsilegur en hann fékk m.a. flottan albatross á 17. braut.  Til þess að sjá albatross Watney SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá frá blaðamannafundi með Tiger að loknum 1. hring SMELLIÐ HÉR: 

Til að sjá stöðuna eftir 1. hring US Open SMELLIÐ HÉR: