Magnús Birgisson, golfkennari hjá MP Academy í Oddinum. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2012 | 08:00

Magnús Birgisson kenndi ráðherranum golf

Magnús Birgisson, golfkennari hjá MP Academy í Oddinum var með byrjanda í golftíma hjá sér nú fyrir helgi. Þar var kominn Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, en hann sló sitt fyrsta högg í tíma hjá Magnúsi.  Það sýnir hversu góður golfkennari Magnús er að Ögmundur náði virkilega að slá og hitta boltann í sínum fyrsta tíma, en það tekst ekki öllum byrjendum.

Ögmundur ætlar að taka þátt í framtaki Kiwanisfélaga, sem ætla að spila golfhring í kringum Ísland og reyna í leiðinni að slá 5 heimsmet. Þeir ætla m.a. að spila á „stærsta golfvellinum“ sem er landið sjálft og yfir stærtstu sandgryfjuna.

Sjá má frétt visis.is um golfhring þeirra Kiwanismanna, sem áætlað er að taki 2 vikur, með því að SMELLA HÉR: