Birgir Leifur spilar á úrtökumóti fyrir PGA í dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var nákvæmlega á birtingartíma þessarar fréttar að tía upp á 10. teig Magnolia golfvallarins í Pinewald Country Club of Pinehurst, í Norður-Karólínu.
Birgir Leifur á rástíma kl. 9:55 að staðartíma (hér á Íslandi, kl.13:55).
Það eru 76 kylfingar sem keppa í mótinu um að vera meðal efstu 20%. Það eru því 15-16 efstu kylfingar í mótinu, sem komast á næsta stig úrtökumótsins og þeir efstu þar spila á lokaúrtökumóti PGA í Flórída, 30.nóvember -5. desember n.k.
Meðal þekktra andstæðinga Birgis Leifs í mótinu er Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia, en hann komst í gegnum Q-school Evróputúrsins á síðasta ári, varð þar í 19.-22. sæti og hefir því spilað á Evróputúrnum s.l. keppnistímabil. Alfredo er fæddur 19. desember 1981 og verður því 30 ára í þarnæsta mánuði. Alfredo kemur úr mikilli golffjölskyldu frá Gijon á Spáni.
Verkefni Birgis Leifs í dag og næstu daga er að reyna að komast í gegnum þetta 1. stig úrtökumóts fyrir PGA-mótaröðina og óskar Golf 1 honum alls góðs í því.
Fylgjast má með gengi Birgis Leifs með því að smella HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024