Viðtal við Carly Booth fyrir Raiffeisen Prague Golf Masters (1. grein af 2)
Skoska golfstjarnan Carly Booth er efst á stigalista LET (ens.: ISPS Handa Order of Merit) eftir sigur sinn á Deutsche Bank Ladies Swiss Open, sem var 2. sigur hennar á LET innan stutts tímaramma og er ákveðin að viðhalda velgengninni í Prag en þar hefst Raiffeisen Prague Golf Masters á föstudaginn n.k. Blaðafulltrúi LET tók eftirfarandi viðtal við Carly:
Sp: Þú ert þekkt fyrir að vera mikil sleggja. Finnst þér völlurinn henti þér?
Carly Booth: Já, ég held að þetta sé örugglega völlur drævera. Hann er mjög opinn og ég hugsa að ef maður nær að slá aðeins lengra þá verði hægt að ná inn á par-5urnar í 2 höggum. Þannig að ég held að þetta sé völlur sem henti mér og ég hlakka til þessarar vikuloka.
Sp: Geturðu náð inn á allar par-5ur í 2 höggum?
Carly: Þegar ég spilaði í gær tókst mér það í öllum tilvikum, en það var ekki mjög hvasst. Ég veit frá því fyrir ári síðan að þegar blæs hér getur verið erfitt að ná inn sérstaklega á 10. holu.
Sp: Hvað finnst þér um golfvöllinn og aðstæður hér?
Carly: Hann er svo fallegur. Aðstaðan er frábær og allt rúllar vel á flötunum. Hann er jafnvel í enn betra standi en í fyrra, þannig að allt lítur vel út.
Sp: Hvað finnst þér um breytingarnar á vellinum?
Carly: Mér finnst þær brilliant. Ég elska völlinn og hann lítur jafnvel enn betur út í ár.
Sp: Hver eru markmið þín fyrir þetta tímabil nú þegar þú ert á toppi stigalistans?
Carly: Það er svolítið yfirþyrmandi ef ég á að vera heiðarleg. Ég hef sett mér ný markmið að reyna að halda mig við að spila eins og ég hef verið að gera og vonandi held ég áfram að leiða á peningalistanum.
Sp. Ég las að þú vildir vinna tvö mót áður en þú yrðir 20 ára. Hvenær settir þú þér þetta markmið?
Carly: Ég vann Opna skoska og það gaf mér sjálfstraust um að ég gæti farið þarna út og unnið annað mót. Ég setti mér markmið að ná öðrum sigri áður en ég yrði 20 ára (Carly á afmæli á morgun!) þannig að ég hafði 4-5 mót fram að afmælinu. Ég náði markmiðinu í síðasta tækifærinu til að standa við stóru orðin þannig að þetta var svolítið sérstakt.
I won the Scottish and it gave me that boost of confidence that I could go out there and win another. I set my goal to get another one before I turned 20 so I had four or five events to do that. I did it in the last chance I had so it was pretty special.
Sp.: Carly, þú komst ekki í gegnum Q-school LET en nú hefir þú sigrað á 2 mótum. Hvenær varð viðsnúningurinn?
Carly: Í byrjun ársins spilaði ég á fyrsta Access Series mótinu mínu vegna þess að það var mánaðar frí eftir Marokkó (Lalla Meryem mótið) Ég ákvað að spila á tveimur Access Series mótum og á fyrsta mótinu sem ég spilaði á, sigraði ég. Ég held að það hafi gefið mér mikið sjáfstraust. Ég var við æfingar í Dubai í mánuð í upphafi árs og golfið hjá mér var að koma vel til. Ég var nokkuð ánægð með leik minn, þannig að það snerist bara um að koma þessu á mótsstig. Ég spilaði síðan á Opna skoska, og það var bara, já, leikurinn minn kom saman. Ég reyndi bara að hafa meira gaman af þessu í ár. Mér finnst eins og á síðasta ári hafi ég sett of mikla pressu á mig til þess að ná árangri og golfið hjá mér var einfaldlega ekki eins og ég vildi hafa það. Aftur, ég varð ástfangin og ég held að það hafi hjálpað til líka.
Sp.: Æfir þú þig enn stundum á þeim velli sem pabbi þinn byggði fyrir þig þegar þú varst lítil?
Carly: Þegar ég er heima. Ég hef ekki verið heima (í Skotlandi) frá því á sunnudaginn á Opna skoska þannig að það eru að verða 8 vikur, en þegar ég er heima þá er gaman að spila hann og æfa og fara þarna út í hverju sem ég vil vera í. Þetta er minn eiginn völlur og ég get t.d. spilað músíkina eins hátt og ég vil. Þannig að það er ágætt að hafa þetta svona. Ég hugsa að ég hafi grætt mikið (á vellinum) þegar ég var yngri og fær um að ná því sem ég gerði á þessum aldri með minn eiginn völl í garðinum.
Sp.: Hvenær byggði pabbi þinn völlinn?
Carly: Ég var llíklega 5 ára þegar hann byrjaði. Við högum 100 ekrur þannig að við erum með kindur og kýr. Eldri bróðir minn byrjaði í golfi þegar hann var 9 ára. Þegar Wallace byrjaði að líka vel við leikinn, ákvað pabbi að búa til holu fyrir hann til þess að æfa fyrir utan húsið. Þessi eina hola var stækkuð í 3 holur og varð síðan að 5 og svo 9 og síðan 15, og þegar mér fór að líka vel við golf líka varð þetta áhugamál pabba. Ég held að hann hafi elskað að búa til völlinn.
Sp.: En hvað um kindurnar og kýrnar?
Carly: Þær fengu minna pláss. En til að vera sanngjörn, við höfum 100 ekrur og það er mikið af landi og það hafði engin áhrif á þær!
Sp.: Hversu oft spilar þú á vellinum?
Carly: Vegna þess að ég er varla heima, þá spila ég næstum aldrei á honum, nú orðið, ef ég á að vera heiðarleg. Ég er líka í Gleneagles klúbbnum og þegar ég er heima fer ég að spila þar. Og jafnvel þegar ég er heima er ég ekki heima lengi þannig að ég set saman keppnir við vini á mismunandi völlum í Skotlandi þannig að ég er alltaf að ferðast.
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024